Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Síða 127
125
önnur verzlun með miðana er bönnuð, að viðlögðum sektum, er nán-
ar má ákveða í reglugerð. Ráðuneytinu er heimilt að leyfa happ-
drættinu að taka í sínar hendur útsölu hlutamiða.
5. gr.
Ekki skal taka tillit til vinninga i happdrættinu við útreikning
tekjuskatts eða aukaútsvars það ár, sem vinningarnir falla.
6. gr.
Ráðuneytið setur reglugerð um starfsemi happdrættisins í einstök-
um atriðum og má í henni ákveða sektir fyrir brot. Mál út af brot-
um skulu sæta meðferð almennra lögreglumála.
XIV. STÖRF STÚDENTAKÁÐS HÁSKÓLA ÍSLANDS
1963—1964
Efnislegur úldráltur úr skýrslu fornianns, slud. jur. Ellerts B. Schraius,
í Veltvangi Stúdentaráðs, marz 1964.
Skipun Slúdentaráös.
Kosningar fóru fram 9. febrúar 1963. Á kjörskrá voru 868, en at-
kvæði greiddu 552. Þessir stúdentar áttu sæti í ráðinu:
Úr guðfræðideild: Aðalsteinn Eiríksson.
Úr læknadeild: Guömundur Sigurðsson og Ólafur Karlsson.
Úr lagadeild: Eilert B. Schram.
Úr viðskiptadeild: Þorvarður Elíasson.
Úr heimspekideild: Páll Bjarnason og Gunnar Eyþórsson.
Úr verkfræðideild: Sveinn Valfells.
Fráfarandi ráð kaus úr sínum hópi stud. jur. Jón E. Ragnarsson
til áframhaldandi setu í ráðinu.
í stjórn ráðsins voru kjörnir Ellert B. Schram, formaður, Þorvarð-
ur Elíasson, gjaldkeri og Sveinn Valfells, ritari.
Framkvæmdastjórn annaðist launaður starfsmaður, fyrst Jakob R.
Möller, stud. jur., síðar Gunnar Gunnarsson, stud. oecon.
A. Almennt.
Almennir stúdentafundir.
Fjórir almennir stúdentafundir voru haldnir á árinu.
1. 14. okt. boðaði Stúdentaráð til almenns stúdentaíundar samkv.