Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Side 130
128
Rektor Háskólans og háskólayfirvöld gerðu sér fulla grein fyrir
hinni brýnu þörf fyrir aukið lesrými, og hafa að sjálfsögðu gert það
um árabil. Hinn þröngi húsakostur háskólans hefur hins vegar kom-
ið í veg fyrir minnstu úrbætur.
Skilningur Háskólans og viljinn til raunhæfra aðgerða kom þó vel
í ljós sumarið 1963. Þá festi háskólinn kaup á húsinu nr. 9 við Ara-
götu, í þeim tilgangi að skapa þar aðstöðu til lesturs. Stóð síðan ekki
á framkvæmdum, og í nóvember var þar lesrými fyrir 33 stúdenta.
Sú aðstaða, sem þar hefur skapazt, hefur bætt ótrúlega úr ástand-
inu. Fleiri komast nú að á sjálfu háskólabókasafninu, þótt þörfinni
sé engan veginn fullnægt.
Fjárveitingar.
Fjárveitingar til stúdenta hafa hækkað nokkuð á árinu 1963.
Liðurinn „til félagsstarfsemi stúdenta" hækkaði úr kr. 70.000,00
í kr. 80.000,00 og liðurinn „til stúdentaskipta" hækkaði úr kr.
40.000,00 í kr. 50.000,00.
í 14. gr. undir fyrirsögninni „Styrkir til bókaútgáfu", hefur S.H.Í.
fengið 20.000,00 kr. fjárveitingu. Þessi upphæð hækkar nú í kr.
50.000,00 og auk þess fær ráöið kr. 20.000,00 undir sömu fyrirsögn
vegna útgáfu handbókar stúdenta. Þá fær Stúdentaráð kr. 13.500,00
vegna leiðbeininga um nám erlendis. Samtals fá stúdentar því til
félagsstarfsemi sinnar á fjárlögum kr. 213.500,00 og er það 50 þús.
kr. meira en árið áður.
Stcekkun kaffistofunnar.
Það hefur komið æ betur í ljós á síðustu árum, að kaffistofa sú,
sem rekin er af Stúdentaráði í kjallara háskólans, getur ekki nema
að litlu leyti gegnt hlutverki sínu.
Mál þetta var tekið upp í Stúdentaráði, og varð sú hugmynd ofan
á, að stækka kaffistofuna um það herbergi, sem bóksalan er nú í,
en flytja bóksöluna aftur í herbergi Læknanemafélagsins utar á
ganginum. Fulltrúi ráðsins lagði hugmynd þessa fyrir háskólayfir-
völd, sem tóku henni vel. Kom þá jafnframt til tals, hvort ekki mætti
skapa aðstöðu fyrir eitt deildarfélaganna í Aragötu 9. Rektor há-
skólans ákvað, að Orator og félag viðskiptafræðinema gætu fengið
inni á Aragötu 9 og bóksalan flyttist í nýtt herbergi.
Kynning á háskólanámi.
1 ágústmánuði 1963 var efnt til kynningar á háskólanámi að frum-
kvæði Stúdentaráðs og Sambands íslenzkra stúdenta erlendis (SÍSE).
Kynning þessi fór fram í Menntaskólanum í Reykjavík, og sóttu hana