Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Page 132
130
mundsson stud. med., Færeyjar í boði „Meginfélags föroyskra stu-
denta“. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast færeyskum stúdentum
og jafnframt að kynna þeim íslenzkt stúdentalíf. í Færeyjum voru
einnig fulltrúar frá samböndum hinna Norðurlandanna. Fulltrúi S.H.Í.
rómaði mjög allar móttökur Færeyinga.
Um miðjan maí 1964 dvaldist Páll Bjarnason stud. mag. í Noregi
í boði norska stúdentaþingsins. Var dvöl hans liður í gagnkvæmum
heimboðum S.H.Í. og norska stúdentaþingsins.
Dagana 16.—23. ágúst sátu þrír íslenzkir stúdentar „NATO se-
minar for students“ í V.-Þýzkalandi. Stúdentarnir voru Björn Frið-
finnsson stud. jur„ Gunnar Árnason stud. phil. og Þorvarður Elías-
son stud. oecon. Þeir fóru utan í nafni S.H.Í.
Norrœnar formannaráðstefnur.
Norræn formannaráðstefna var haldin í Helsinki dagana 1.—4.
marz. Af hálfu S.H.I. sátu ráðstefnuna Jón E. Ragnarsson stud. jur.
og Ellert B. Schram stud. jur.
Önnur formannaráðstefna var haldin í Lundi, Svíþjóð, dagana 3.
-—5. október. Sat hana Jón E. Ragnarsson stud. jur.
Næsta formannaráðstefna verður haldin hér á landi.
D. Félagsheimili stúdenta.
Merkilegustu tíðindin á vettvangi stúdentalífsins á síðastliðnu ári
má án efa telja fjárveitingu Alþingis til félagsheimilis stúdenta.
Veittar voru á fjárlögum kr. 500.000,00 fyrir árið 1964 og er það
fyrsta fjárveitingin frá hinu opinbera til þessarar fyrirhuguðu bygg-
ingar. Sú viðurkenning, sem í þessari fjárveitingu felst, er mikils-
verður áfangi í baráttu stúdenta fyrir félagsheimilinu.
Stúdentaráð hefur skýrt frá aðdraganda þessarar fjárveitingar
bæði í stúdentablöðum og Vettvangi ráðsins, svo þess gerist vart
þörf að rifja upp þá sögu hér. Ég vil þó ekki láta hjá líða að geta
þeirra Jóns Haraldssonar arkitekts og Valdimars Kristinssonar við-
skiptafræðings, sem hafa unnið að málinu sem fulltrúar Stúdenta-
félags Reykjavíkur og Bandalags háskólamanna í samráði við S.H.Í.
Báðir hafa þeir verið sérlega áhugasamir. Rektor Háskólans, próf.
Ármann Snævarr, veitir málefni þessu drengilegan stuðning, og skiln-
ingur og velvild fjármála- og menntamálaráðherra hefur stuðlað að
þeim árangri, sem náðst hefur.
Ætti nú að vera kleift, ef fast er fylgt eftir, að hefja raunveru-
legar framkvæmdir.