Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1956, Side 12
10
flutt erindi við erlenda háskóla og á samkomum háskóla-
kennara í ýmsum löndum á þessu ári.
Erindi hinna erlendu gesta háskólans hafa verið flutt opin-
berlega og öllum heimilt að hlýða á þá. Af hálfu háskólans
voru 4 erindi flutt fyrir almenning á síðastliðnum vetri. Er
það orðin föst venja, að hér sé flutt nokkur erindi fyrir al-
menning á hverjum vetri, og hafa þau notið talsverðra vin-
sælda. Af ritum, sem út hafa komið á vegum háskólans síðast-
liðið ár, auk Árbókar, má nefna VI. bindi af Samtíð og sögu,
fslenzk læknisfræðiheiti eftir próf. Guðmund Hannesson og
hefti af Studia Islandica, fslenzk fræði 14. h. Hér mætti enn
nefna Nýyrði, tvö hefti, en það verk er unnið á vegum mennta-
málaráðuneytisins af nefnd þriggja háskólakennara í heim-
spekisdeild, en sá 4., Halldór Halldórsson dósent, annast undir-
búning og útkomu orðasafnsins.
Hlé hefir á orðið um endurskoðun á lögum og reglugerð há-
skólans, sem byrjað var á fyrir 2 árum. Er þess að vænta, að
þessu verki verði lokið fyrir áramót.
Af verklegum framkvæmdum á vegum háskólans vil ég
minnast hér á tvennt. Hið fyrra er bygging nýs kvikmynda-
húss. Sú framkvæmd er ekki komin lengra en það, að háskól-
anum hefir verið gefinn kostur á lóð við hið fyrirhugaða Haga-
torg. Mun verða unnið að undirbúningi þessarar framkvæmdar
og að því stefnt, að unnt verði að koma húsinu upp fyrir haustið
1961, en þá er útrunninn leigusamningur háskólans um húsnæði
í Tjarnarbíói.
Þegar einkaleyfi fyrir Happdrætti háskólans var endurnýjað
1945 og framlengt til ársloka 1959, skuldbatt háskólinn sig til
að reisa á þessu tímabili hús fyrir náttúrugripasafn ríkisins.
Langt er síðan farið var að vinna að undirbúningi þessarar
framkvæmdar, en verkið hefir tafizt vegna þess m. a., að synjað
hefir verið um fjárfestingarleyfi fyrir bygginguna nú í 3 ár í
röð. Háskólinn væntir þess fastlega, að úr þessu verði bætt, svo
að unnt verði að steypa húsið upp á næsta ári. Fer þar saman
nauðsyn háskólans, að standa við skuldbindingu sína, og knýj-