Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1956, Síða 16
14
fræga leikara Chaplins af verkamanninum í kvikmyndinni Nú-
tíminn, en hann verður að lokum svo ær af því að herða á
skrúfum með skrúflykli daginn út og daginn inn, að hann verð-
ur sjálfur að einum gírugum skrúflykli, sem heimtar meiri
skrúfur, endalausar raðir af skrúfnöglum. Þetta minnir á skrif-
arann hjá Henrik Ibsen í Pétri Gaut, sem finnst hann loks
sjálfur vera orðinn að penna, og þetta er f jaðurpenni, sem þarf
að ydda. Svo nær hann sér í hníf, með þeim afleiðingum sem
vænta má fyrir mann, skrifara, sem ekki gerir lengur greinar-
mun á sjálfum sér og fjaðurpenna. Hér er með skáldlegum
og táknrænum hætti bent á hroðalegar afleiðingar hinnar
ýtrustu sérhæfingar, þar sem einstaklingurinn er ekki lengur
maður heldur verkfæri, jafnvel aðeins hluti af vél eða amboði.
Frá sálfræðilegu og þjóðhagslegu sjónarmiði er slíkur ein-
staklingur vafalaust mjög athyglisverður, líka frá skáldlegu
sjónarmiði, enda hafa ýmsir spreytt sig á því að lýsa vélamann-
inum, eins og þeir geta hugsað sér hann, og eru þær hugmyndir
sumar ekki tiltakanlega viðfelldnar. Nú má sjálfsagt deila um
það, til hverra öfga hin ýtrasta sérhæfni manna í störfum og
fræðum geti leitt með tímanum, og má vel vera, að ekki sé
ástæða til að óttast jafn hroðalegar afleiðingar eins og þær,
sem þeir Ibsen og Chaplin benda til. En hér er líka breitt bil
milli hugsjónarinnar um persónulegan þroska einstaklingsins,
hvers einstaks manns, óheftan og fullkominn eftir því, sem
verða má, og vanskapninga þeirra, sem fyrr var lýst, hins vél-
genga manns.
Krafa vorra tíma um sérhæfingu í námi og starfi verður
ekki þögguð niður. Henni ber að sinna, því hún ber í sér fram-
tíð mannanna til ills eða góðs. Hún er rökrétt afleiðing véla-
menningar vorrar, sívaxandi og æ nákvæmari verkaskiptingu
í nútíma þjóðfélagi. En hvað þá um manninn sjálfan? Nú er æ
meira um það talað, að hér megi ekki við svo búið standa. Hér
hafi verið látið of mikið undan einhliða kröfum um ýtrustu
hæfni og mestu afköst í tilteknum verkum án tillits til alls
annars og þá fyrst og fremst án tillits til manngildis einstakl-
ingsins og þarfa þjóðfélagsins til fjölbreytni í áhugaefnum,