Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1956, Blaðsíða 98
96
IX. SKÁLHOLTSHÁTÍÐ
Það þótti hlýða, að háskólinn minntist Skálholts að nokkru
þá daga, sem hátíð var haldin i minningu þess, að liðin voru
900 ár frá því er biskupsstóll var settur hér á landi. Fór fram
minningarathöfn í hátíðasalnum mánudaginn 2. júlí. Voru þar
viðstaddir forseti íslands, kirkjumálaráðherra, biskup Islands,
norrænir biskupar og fulltrúar á Skálholtshátíð frá Norður-
löndum og ýmsir gestir aðrir, ásamt starfsmönnum háskólans
og fulltrúum stúdenta.
Rektor ávarpaði samkomuna á þessa leið:
Herra forseti Islands, hæstvirtu ráðherrar, virðulegu biskup-
ar og aðrir góðir gestir.
I nafni Háskóla Islands býð ég yður alla velkomna til þess-
arar samkomu. — 1 gær var hátíð haldin í Skálholti í minn-
ingu þess, að nú eru 9 aldir liðnar síðan vígður var íslenzkur
maður til biskups og þar með efnt til reglulegs biskupsstóls á
Islandi. Má eflaust telja atburð þennan einn hinn mikilvæg-
asta í kristnisögu lands vors. Það er eðlilegt og í alla staði rétt,
að háskólinn taki af sinni hálfu sérstakan þátt í þessum há-
tíðahöldum, eigi aðeins vegna hinnar almennu þýðingar þess
atburðar, sem hér er minnzt, heldur eigi síður vegna þeirra
tengsla, sem augljóslega verða greind milli hinna fornu biskups-
stóla og æðstu menntastofnunar lands vors, háskólans sjálfs.
Það má telja fullvíst, að skóli var settur í Skálholti, jafnskjótt
og hinn fyrsti biskup, Isleifur Gissurarson, var heimkominn úr
vígsluför sinni. Og þar var æ síðan skólasetur fram undir lok
18. aldar, þótt löngum tímum saman fari litlar sögur af og
önnur menntasetur yrði jafn fræg eða öllu frægari, svo sem
Haukadalur, Oddi og Þykkvibær í Veri syðra, en nyrðra Þing-
eyrar og Hólaskóli, sem Vcu-ð mjög frægur þegar um daga hins
fyrsta Hólabiskups, Jóns ögmundssonar. Af þessum rótum
spretta svo stólsskólamir í lúterskum sið, en arftaki þeirra
voru lærði skólinn á Bessastöðum og í Reykjavík og því næst