Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1956, Side 131
129
aldsson stud. odont. flutti áramótaræðu. Var dans stiginn fram eftir
nóttu og almenn ánægja með fagnaðinn.
Síðasta vetrardag hélt Stúdentaráð sumarfagnað að Hótel Borg.
Sigurður Líndal, stud. jur., flutti ræðu og Skarphéðinn Pétursson,
stud. theol., afhenti sigurvegurunum í bridgekeppni Stúdentaráðs
verðlaun. Dansað var og gleði mikil. — Stúdentaráð gekkst einnig
fyrir einum dansleik á árinu.
Þá annaðist Stúdentaráð útvarpsdagskrá síðasta vetrardag, svo
sem tíðkazt hefur. Formaður Stúdentaráðs flutti ávarp, Jón Hall-
grímsson, stud. med., flutti erindi um sögu læknisfræðinnar, Jón
M. Samsonarson, stud. mag., las ritgerð um Einar Benediktsson skáld,
Einar Magnússon menntaskólakennari flutti þátt um Mensa Aca-
demica og Kristján Baldvinsson, stud. med., las frumsamda frásögn.
Smárakvartettinn söng stúdentasöngva. Kynnir var Óskar Halldórs-
son, stud. mag.
Skýrslur nefnda.
Bókmenntakynningar.
Stúdentaráð kjöri þessa stúdenta í bókmenntakynningarnefnd 16.
nóvember 1955: Jón M. Samsonarson, stud. mag., Sigurð Friðþjófs-
son, stud. mag., og Þóri Einarsson, stud. oecon. Stóð nefndin fyrir
tveim bókmenntakynningum á s. 1. vetri.
Fyrri kynningin var sunnudaginn 27. nóvember. Voru þá kynnt
verk Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Formaður Stúdentaráðs
flutti ávarp, dr. Broddi Jóhannesson flutti erindi um skáldið og þau
Inga Huld Hákonardóttir, stud. phil., Lárus Pálsson leikari, Einar
Valur Bjamason, stud. med. og Björg Þorbjörnsdóttir lásu úr kvæð-
um skáldsins, Jón Haraldsson, stud. odont., las kafla úr Sólon Is-
landus og Baldvin Halldórsson leikari las kafla úr Landinu gleymda.
Að lokum las skáldið sjálft nokkur ný óprentuð ljóð eftir sig við
mikla hrifningu áheyrenda. Þau Þuríður Pálsdóttir og Kristinn Halls-
son sungu einnig nokkur lög við texta eftir Davíð Stefánsson. Að-
sokn var svo mikil að kynningu þessari, að margir urðu frá að
hverfa vegna þrengsla.
Síðari kynningin var sunnudaginn 22. apríl s. 1. Voru þá kynnt verk
Steins Steinars. Formaður flutti stutt ávarp, Helgi J. Halldórsson
kennari flutti erindi um skáldið, Þorsteinn Ö. Stephensen, Finnborg
Örnólfsdóttir og stúdentamir Óskar Halldórsson og Guðrún Helga-
17