Stúdentablaðið - 01.05.2008, Qupperneq 22
HITSTKKTO Á
GÖMLUM GARÐBÚA
OOl.Gísli Tryggvason, sveUkáldur við Gamlagarð
Sá er hér heldur á penna gerir sér það ekki til
dœgrastyttingar að fara út í bœ og tala við
bláóhmnugt fólk i miðri viku. Nafnið var ókunnugt,
en það var svo sem ekkert rrýtt þar sem nöfn hafa
aldrei verið sterkasta hlið höfundar. Byggingin var
rtýleg og hafði ákveðirm glœsibragyfir sér sem segir
við aUa þá sem irm í hana ganga: „Hér vinnur fólk
með háskólagráður, menn með slifsi og konur með
dýr gleraugu'Af svitanum í lófunum að dœma voru
taugamar famar að segja til sín. „Hvernig talar
maður við herramann sem maður þekkir ekki neitt'
velti ég fyrir mér þegar éggekk inn ganginn á eftir
ritaranum. „Gjörðu svo vel,° sagði ritarinn um leið
og hún benti mér á að ganga inn. Það kom smá hik á
mig áður en ég greip í hurðarhúninn og ekki laust við
að ég blótaði ritstjóranum fyrir að hafa komið mér í
þessa stöðu.
“ÞESSI GÆJI!”, heyrði ég heilann i mér segja þegar ég
gekk inn og með det samme rann allur skrekkur úr
líkama mínum.
„Gísli Tryggvasonkynnti þessi ljúfi maður sig. Allar
formlegar kynningar voru í rauninni óþarfar af hans
hálfu því um leið og ég náði að tengja nafnið við
andlitið vissi ég upp á hár hver maðurinn var.
Hann bauð mér upp á kaffi úr forláta maskínu og við
settumst í sófasettið á skrifstofunni hans. Þar fengum
við næði til að hverfa aftur til fortíðar, til námsára
hans og lífs á skólagörðum Háskólans.
Gísli Tryggvason tekurnú við:
„Landsbyggðarfólkið sem „braust til mennta" [hlær]
var fólkið sem var aðallega á görðunum, allavega þar
sem ég var. Að vísu kom ég ekki af landsbyggðinni
þá, heldur flutti ég frá Danmörku, þaðan sem ég varð
stúdent. Þar tók ég líka eitt ár í háskóla. Ég átti því
ekki foreldra 1 borginni [Reykjavík] þegar ég kom heim,
þannig að eins og aðrir landsbyggðarmenn þurfti ég
einhvern samastað. Þetta var mjög góður tími og ég á
sælar minningar síðan.
Fyrsta árið mitt í lagadeildinni var veturinn 1991-
92 og þá var ég í leiguherbergi á Hagamel á meðan ég
beið eftir því að komast á Gamla garð. Þar var ágætt.
Þetta var að vísu bara níu fermetra herbergi en ég
var með rúm, eldhús og stofuhorn en ekkert bað.
Sem skipti þó kannski engu því ég var við hliðina á
Vesturbæjarlauginni sem var mjög fínt.
í lok fyrsta árs komst ég inn á Gamla garð eins og ég
stefndi að. Þá var ég ekki eins einangraður. Þó að ég
hafi verið duglegur að bjóða heim á Hagamelinn
þá var miklu meira félagslíf á Gamla garði. Þar
voru að vísu ekkert mjög stór herbergi en þau voru góð.
Allt annað árið mitt var ég á Gamla garði. Mig minnir
að ég hafi svo á þriðja ári komist á Eggertsgötuna
en þar voru ekki bara hjónaíbúðir heldur líka
einstaklingsíbúðir. Þannig að ég var megnið af mínum
námstíma eða námsárum á garði, alveg þangað til að
égbrautskráðist árið 1997“
FÉLAGSLÍFIÐ
„Það var mikið félagslíf í lagadeildinni á þessum tíma.
Stúdentakjallarinn var ennþá opinn þegar ég var í
Háskólanum, og var nokkuð vinsælt öldurhús. Þar
voru stundum ræðukeppnir og ég man eftir einni þar
sem Róbert Wessmann forstjóri Actavis fór á kostum.
Ætli laganemar og viðskiptafræðinemar hafi ekki
verið að keppa, ég gæti trúað því.
Félagslífið var meira á Gamla garði, þar sem voru
sameiginlegir gangar, eldhús og fundaraðstaða.
Maður kynntist því fólki betur en ella, enda meira
félagslíf, herbergin hlið við hlið á tveimur göngum
eða svo. Hins vegar var kosturinn við Eggertsgötu
sá að maður var meira sinn eigin herra enda með
sérinngang. Það voru nú ekki allir með svoleiðis á
þeim tíma. Stigagangurinn var utan á húsinu, þannig
að maður fékk blöðin og bréfin beint inn til sín, sem
var mikill lúxus."
NETIÐ í STAÐ BÍLSINS
Ég naut þess að vera í nábýli við Háskólann að og
geta gengið í skólann, bæði í tíma og lesaðstöðuna í
Lögbergi. Á þessum tíma var ég líka með tölvu og
naut þess að geta pantað mér matvörur á netinu af
vefsíðu sem hét Netkaup, nokkuð sem Hagkaup rak.
Ég var með nokkuð fullkomna tölvu, átti engan bíl en
fékk heimsendar vörur án nokkurs aukakostnaðar.
Þetta er eitthvað sem ég sakna þvl þetta er ekki
í boði í dag. Það eru 12-13 ár síðan þetta var og við
erum ekki komin lengra í svona þjónustu. Þarna var
markaðurinn kannski á undan sinni samtíð og mætti
mínum þörfum vel vegna þess að ég vildi hvorki né gat
átt bíl, enda hafði maður ekkert efni á því og þurfti
þess eiginlega ekki með. Þannig að þarna fékk ég bara
vörurnar sendar vikulega heim. Þetta er eitthvað sem
ég sakna í dag, að geta ekki bara setið fyrir framan
tölvuna, skoðað í ísskápinn og pantað matvörur heim
til mín.“
INNBROTIÐ
„Eitt minnistæðasta atvikið af Gamla garði var ég á
sunnudagsmorgni, að ég held, þegar ég sat og drakk
sunnudagskakóið mitt. Það var eitthvað farið að halla
í hádegi, þá kemur stúlka af efri ganginum, mig minnir
að hún hafi verið garðprófastur, hún sagði að það væri
maður sem hefði annað hvort verið inni í ákveðnu
herbergi eða væri þar enn að stela flöskum. Ég kom
fram, og það voru nú ekki margir komnir á fætur,
en ég sá þarna ungan mann í leðurjakka að staulast
niður tröppurnar mikið bólstraðan að framan eins og
hann hefði troðið einhverju inn á sig. Það kom svo í
ljós að svo reyndist vera, hann hafði troðið mörgum
áfengisflöskum inn á sig úr einhverju herberginu.
Ég sá fljótt að hann var undir áhrifum og þurfti því
ekki að safna miklu hugrekki til að handtaka hann
borgaralegri handtöku. Ég var þá búinn að læra
svokallað opinbert réttarfar og vissi að ef maður
stæði mann að glæp þá mætti maður handtaka hann.
Ef ég man rétt, þá þarf fangelsisrefsing að vera í
refsirammanum. Þarna voru skilyrðin uppfyllt þannig
að ég handtók manninn borgaralegri handtöku og hélt
honum þangað til að lögreglan kom. Það voru ekki
komnir farsímar víða á þessum tíma en einhver hafði
komist í síma oghringt á lögreglu. Og þó að ég hafi ekki
verið neitt heljarmenni að burðum þá var auðvelt að
halda þessum ólánssama manni þar til lögreglan kom.
Þetta eru nú einu afskipti mín af lögreglumálum. Það
fyllti mig ákveðnum krafti að vita að ég væri í fullum
rétti og auðvitað sjálfsagt að halda manninum þar
sem þetta var augljóst húsbrot eins og það heitir víst
í hegningarlögunum. Ég átti að vísu ekkert af þessu
áfengi sem hann var með, því ég var ekki með svona
lager á þeim tíma eins og sumir, því miður.
En af öðrum garðbúum sem ég man eftir, þá stytti
Davíð Ólafsson söngvari okkur stundir með söng,
hann var þá að læra íslensku að ég held en var samhliða
að læra söng, þar held ég að hugur hans hafi verið,
enda fór hann síðar í meira söngnám."
Gísli var í lagadeildinni frá 1991 til 1997 en tók sér
eins árs hlé þegar hann var á þriðja eða fjórða ári. Árið
nýtti hann í vinnu við að endurskoða vinnulöggjöfina
á vegum Félagsmálaráðuneytisins, sem var á sínum
tíma umdeild löggjöf en hefur síðan þá sannað gildi
sitt. Gísli segir að kannski hafi smá námsleiði enn
fremur spilað inn í þá ákvörðun að taka sér stutt hlé.
„Sú vinna leiddi mig svo óbeint inn í vinnu fljótlega
eftir nám hjá Bandalagi háskólamanna þar sem ég var
lögmaður og framkvæmdastjóri í tæp sjö ár þar til ég
tók við nýju embætti talsmanns neytenda um mitt ár
2005.“ Gísli Tryggvason starfar enn sem talsmaður
neytenda og er með skrifstofu hjá Neytendastofu. ■