Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Síða 26

Stúdentablaðið - 01.05.2008, Síða 26
EUREKAI OG HVAÐ SVO? Þegar háskólafólk er búið að eyða árum, tárum og þúsundum kaffipakka í alls konar spennandi rannsóknir, greiningar og uppgötvanir ætti að vera komið að því að miðla efninu. Flest okkar vildu sjá vinnuna sína leggja til hugmynda heimsins, breyta honum á einhvern hátt til hins betra, veita ljósi upplýsingarinnar inn i myrka kima fáfræðinnar og nýtast til einhvers. En oft frétta fáir af snilldinni. I háskólanum lærum við að taka próf og skrifa ritgerðir og svo útskrifumst við og skrifum kannski greinar í vísinda- og fræðarit sem nokkrir kollegar okkar lesa en siðan ekki söguna meir. Mér skilst að frábær sala á bókum Háskólaútgáfunnar séu hundrað eintök. Við kunnum að skrifa fræðigreinar og gera línurit, sumir fara að kenna misáhugasömum nemendum og finnst okkur það bara nóg? „Ég trúi því að lýðræðið gangi betur því upplýstara sem fólk er hvort heldur sem það er um náttúruna, hagfræði eða hvaðeina annað og að því meira sem fólk veit um vísindi og fræði því minni hætta er á að þvi finnist það vera úr tengslum við umhverfi sitt.” Ég sit inni á verkfræðistofu á Suðurlandsbrautinni og tala við Ara Trausta Guðmundsson jarðeðlisfræðing og rithöfund. Hann er einn sá íslenski visindamaður sem hvað mest hefur lagt sig eftir að kynna almenningi fræðasvið sín og vekja áhuga okkar á vísindum og náttúru íslands og hefur notað til þess alla tiltæka miðla síðustu áratugina. LÍTILL MARKAÐUR „í rauninni eru svo einföld tengsl milli þess að stunda vísindi og fræða fólk. Ég kenndi í framhaldsskóla í nokkur ár og hafði áhuga á ritstörfum og það hefur líklega gert það að verkum að ég fór smám saman að leggja út á þessar brautir. í þá daga voru fáir vísindamenn sem lögðu •'fjölmiðlum til efni nema ef það voru eldgos eða eitthvað í þá áttina. Það voru örfáir háskólaborgarar sem voru með erindaflutning í útvarpi og svoleiðis en samt kom þetta til og síðan hefur þetta batnað verulega án þess að ég kunni neina skýringu á því nema kannski að sérfræðingar og vísindamenn eru að átta sig á því að það er partur af prógramminu að tala við almenning. Á þeim árum var engu að síður enn mikið um að sjónvarpið keypti þjónustu af fólki og aðkeypt vinna var stór hluti af dagskránni. Halldór Kjartansson og ég löbbuðum því inn á sjónvarp og stungum því upp á því að við myndum búa til tíu þætti um jarðfræði og þannig byrjaði það. Þú þurftir ekkert að vera með fyrirtæki út í bæ heldur var þetta þannig að þú komst og lagðir fram þína vinnu og tæknivinnan var öll unnin hjá þeim. Síðan hefur það reyndar breyst.” Ari hefur síðan unnið fleiri tugi sjónvarps- og heimildamynda þótt hann hafi ekki lært kvikmyndagerð sérstaklega. “Þegar ég vinn að svona myndum þá er ég auðvitað með samstarfsmenn og framleiðanda en ég skrifa handritið og bý til strúktúrinn á myndinni og legg til textann þó það breytist auðvitað alltaf eitthvað. Ég þarf að segja hvað ég vil sjá og svo þarf hann að vinna úr því og klippa. Svo þarf að búa til alls konar skýringarmyndir og útvega hitt og þetta og svo er ég auðvitað með í að skipuleggja tökurnar. Þetta er langur ferill frá því menn segja já og þar til myndin er búin en vegna þess hve markaðurinn er smár hérna er erfitt fyrir þá sem kaupa efnið að bjóða eitthvað sem gætu kallast góð laun. Það eru mjög fáar íslenskar sjónvarpsmyndir sem eru sýndar eitthvað erlendis fyrir alvöru. Mér finnst samt ennþá vanta verulega upp á þessa miðlun hérna og mér fyndist til dæmis að fjölmiðlarnir ættu að ráða til sín breiðara úrval af fólki en bara fjölmiðlafræðinga, heldur fólk úr vísindageiranum eins og á fjölmiðlum erlendis þar sem er til eitthvað sem heitir vísindablaðamennska og menn eru bara í því. Hérna er mikið af fólki sem hefur fengið þjálfun í fjölmiðlafræði og er svo kannski með einhverjar BA-gráður i sagnfræði. Það þarf meiri breidd. Ég er núna að leggja lokahönd á heimildamynd um hitaveituna og svo fer ég væntanlega til Síberíu núna í maí að búa til þátt fy rir sjónvarpið." í því hringir síminn og kjarnyrt slavnesk rödd berst frá túndrunni og blæs rykið af Tívolívindlum, sparikoníaksflöskum og öðrum skrautgripum verkfræðinganna. Það þarf að redda rússneskum leyfum og formlegum boðum og öðru sem þarf til kvikmyndatökunnar í Síberíu. Ari hlustar rólegur á gosið og hripar hjá sér nöfn Þesskís og Hinskís áður en hann kveður. „Það er sama hvað menn vilja gera - þeir þurfa að vera í sátt við umhverfi sitt og samfélag. Þeir eru háðir framlögum, þeir eru háðir aðstöðu, þeir eru háðir samfélaginu og því opnari sem menn eru gangnvart samfélaginu í kringum sig því betra.“ TÖKUM MIÐLANA í OKKAR HENDUR „Stundum fæst ég líka við annað. Ég gerði tíu þætti um tónlist því ég hef líka áhuga á listum og ég skrifa annars konar bækur líka og ætla að halda því áfram," segir Ari að lokum og áformar að rækta listmiðlana betur. Mér líður eins og mesta sófadýri þegar ég geng út og hrylli mig upp í norðangarrann og hugsa um nær óþekktan hugmyndabanka Háskólans og þeirra sem þaðan koma og myndirnar sem væri t.d. hægt að gera um allt það sem ég hef rétt fengið nasasjón af. Þar en hvergi annarstaðar. Auðvitað er hægt að bíða spakur eftiraðfréttirnarsíistútírólegheitumgegnumfræðirit en það tekur oft svona þrjátíu ár. Miðlasprengingin bíður ekki eftir neinum. Við þurfum samt kannski ekki öll að hanga á ísöxinni í jökulsprungum í 40 stiga frosti með myndavélarhatt. Við höfum Ara Trausta til þess. Við mættum hins vegar hugsa aðeins meira um það að taka miðla dagsins í okkar hendur og koma þessu efni út á frumlegri hátt svo það fái lifað. Við þurfum að tala við heiminn og láta ekki einhver tæknimál hræða okkur. Finnið bara samstarfsmenn við hæfi og do it! *

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.