Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Page 10

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Page 10
80 II E I M I R í Skálliolli. Árni lók heimspekispróf 1891 og liætli við lögfræðina og fór Jieim til Reykjavíkur. Á Hafnarárunum varð liann fyrir margvíslegum tón- listaráhrifum, lieyrði þar kórverk, hljómsveitarverk o. fl. Hann samdi á þessum árum nokkur sönglög, og voru þrjú þeirra prentuð í „Eimreiðinni", fyrir þrá- beiðni ritsljórans, Valtýs Guðmundssonar. Lögin eru þessi: „Verndi þig englar“, „Dagur er liðinn“ og „Er sólin hnígur“. Árna var það á rnóti skapi, að láta birta lögin, og sá hann eftir því seinna. En það virðist þó engin ástæða til að harma þetla, því síðastnefnda lag- ið er perla. Veturinn 1895—96 dvaldi Árni í Reykjavík. Vilhjálm- ur Jónsson, bróðir Klemenzer landritara, var mikill vinur lians. Ilann var lineigður fyrir skáldskap og fagr- ar listir. Hann skoraði eitl sinn á Árna að semja lög við 3 texta, sem hann benti bonum á. Þá urðu lii lögin: „Þess bera menn sár“, „Fífilbrekka“ og „Kirkjuhvoll“. Þá kynnsist Árni skáldinu Guðmundi Guðmundssyni og var sá kunningsskapur þýðingarmikill fyrir Árna, því að Guðmundur orti beinlínis sum kvæðin fyrir liann, eins og „Vorgyðjan kemur“, „Rósin“, „Fögur sem forð- um“, „Álfafell“. Auk þessara laga við kvæði eftir Guð- mund, og „Kirkjuhvols“, sem áður hefir verið nefnd- ur, befir Árni samið „Friður á jörðu“, við texta eftir hann, og „Sumarkvöld á fjöllum“, sem er óprentað. Árið 1896 sigldi Árni til Kaupmannaliafnar, til að læra ljósmyndafræði, og var 6 mánuði ytra. Hann rak ljósmyndastofu i Reykjavik lil 1918, en gerðisl þá bók- haldari hjá Sjóvátryggingafélagi Islands, sem ])á var nýtt fyrirtæki, og var þar til 1929. Jafnframt ljósmynda- stofunni, hafði hann með höndum frá 1907 húsatrvgg- ingar i Reykjavík, fyrir Köhstædernes Almindelige Brandforsikring. Eftir að hann fór frá Sjóvátryggingar- félaginu, hefir hann verið starfsmaður í Landsbank- anum.

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.