Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Page 13

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Page 13
H E I M IR 89 komu út 1924. Fáein lög eru þarna við gamla liúsganga, en þó hefir höf. ekki brennl sig á þeim öllum, ]jví að lögin „Á sprengisandi“ og „Sumarnótt“ (Sólu særinn skýlir) eru hugþekk lög, með hreimþýðum, skáldleg- um blæ, og kennir lians viða í lögum Árna. Ennfrem- ur vil ég nefna lögin „Öll él birtir upp um síðir“, „Ljós- iö loftin fyllir“ og „Við bafið“ (Hún sveif þar vfir vogi), sem karlakórar vorir þurí'a að gefa meiri gaum en hingað til. Ýmislegt óprentað á Árni til í fórum sín- iim, eins og karlakórslagið „Island, vort land“, og ein- söngslagið „Miðsumar“ (Oft finnst oss vort land) o. fl. Árni Tiiorsteinsson er maður fríður sýnum, prúð- mannlegur í allri framgöngu og ber það með sér, að bann er af höfðingjum komin'n. Hann er vfirlætislaus og góðgjarn, og kemur mér jafnan í liug enska orðið „gentleman“, þegar ég heyri lians g'etið, þvi ég befi fáa menn þekkt, sem mér finnst það orð eiga betur við en liann, eins og það er rétt skilið. T 0 S C A N I N I. E F TIR DA V í Ð E W E N. Árið 1886 ferðaðist ítalskur óperuflokkur til Suður- Ameríku. Hljóðfæraleikurunum og söngvurunum var beldur i nöp við stjórnandann, og þegar flokkurinn kom til Rio de Janeiro yfirgaf bann stöðu sina fyrir- varalaust. Óperan, sem sýna átli þetta kvöld, var „Aida“, og allir aðgöngumiðar voru seldir. Forstjórinn bölvaði i hljóði. Ilvernig átli bann, á siðasta augnabliki, að fá annan stjórnanda? Nokkrir hljóðfæraleikendur klifruðu bak við tjöldin til þess að gera honum tilboð. I liljómsveitinni var ung- ur, óframfærinn cello-leikari, Arturo Toscanini, sem margsinnis hafði sýnt, að hann var sérstaklega kunnug-

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.