Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Side 29

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Side 29
H E I M I R 101 hin röddin hafi hljóðfall, sem því er frábrugðið. Enda þótt ekki sé liægt að fylgja þessum reglum alveg bók- staflega, þá er það þó almennt viðurkennt, að heildar- áhrif lagsins verður að sama skapi meira og liver rödd er sjálfstæðari og óháðari hinum röddunum í laginu. Það verður þó að varast að ganga ckki svo langt i því að gera liverja rödd sem sjálfstæðasta og óháðasta liinum röddunum, að allt fari á tvístring og heildar- mynd lagsins lirenglist. Þrált fyrir það þótt hver rödd sé gerð sem sjálfstætt lag, þá verða þær þó að geta hljómað allar saman. Aðalldjóðfall lagsins markar söng- stjórinn með taktslögunum og þannig bindur liann sam- an hinar samtvinnuðu raddir. Kórsöngurinn er eins og táknmynd af fullkomnu sam- félagi mannanna. Hver einstaklingur hefir rétt li 1 að efla og ])roska getu sína, ná sem mestri fullkomnun eftir því sem liæfileikar hans henda til, en hann fær ekki að grafa pund sitt i jörðu, því hann verður að leggja hönd á plóginn með meðhræðrum sínum og sam- einast í samstarfi fyrir sömu hugsjónina: þarfir sam- félagsins. Þá fyrst hefðu mennirnir von um að verða hamigjusamir — liamingjusamir eins og söngmaðurinn, sem syngur af hjartans lyst og lælur rödd sina renna saman við raddir söngbræðra sinna í undurfagran sam- hljóm .... En því er nú ver, að daglegt líf manna er ekki líkt þessu. En kórsöngurinn vekur hjá okkur hug- boð um þá fegurð, sem gæti orðið í samlifi þeirra. Það er margt, sem bendir til þess, að áhuginn á kór- söng fer þverrandi. Margt er það annað nýtt, sem glep- ur og gripur hugi manna. Er þetta illa farið og bitnar á tónskáldunum, sem enn semja fögur kórlög, og öll- um almenningi, sem gefst sjaldnar en áður tækifæri til að heyra þau sungin. Söngmennirnir sjálfir liafa á- stæðu til að harma það, ef þetta vaxandi áhugalevsi manna á kórsöng verður til þess að svifta þá gleðinni, sem söngurinn veitir þeim. Og það væri sannarlega illa

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.