Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Qupperneq 39
HTEIMIR
111
HLJÓMLEIKAR í REYKJAYÍK
Ársfjórðuagurinn síðasti var
rikur að góðum hljómleikum.
Robert Soetens, hinn snjalli
franski fiðluleikari, hélt hér
nokkra hljómleika í október-
byrjun. Hann lék aðallega
franskar tónsmíðar. Franskar
tónsmíðar heyrast hér sjaldan
og enn sjaldnar koma franskir
listamenn til að flytja þær. í
nóvember kom hingað hinn
heimsfrægi pólski pianósnilling-
ur Ignaz Friedman, og hélt hér
fimni hljómleika í röð fyrir
fullu luisi, þar af fjóra Chopin-
hljómleika. Hann flutti full-
komið úrval af því, sem Chopin
hefir samið. Friedman skarar
fram úr sem Chopin-spilari.
Hann hefir gefið okkur nýjan
Chopin, mikilfenglegan og
dramatískan byltingamann, eins
og hann lifir og andar í stærri
verkunum. Og þó getur enginn
gleymt því, hve dásamlega
hann leikur smálögin, og meitl-
ar þau livert út af fyrir sig,
eins og litinn undursamlegan
smíðisgrip. Árni Kristjánsson
píanóleikari var ekki öfunds-
verður af þvi að þurfa að halda
hljómleika (á vegum Tónlisl-
arfélagsins), þegar Friedman
var nýfarinn liéðan. Endur-
minningin lifir hjá öllum tón-
listarvinum, samlíkingar eru
nærtækar, hversu ranglátar
sem þær kunna að vera. En
Árni slóðst þetla erfiða próf
vel. Hann hefir ágætt píanó-
leikaraupplag og sérstaklega er
tilfinningin fyrir hljómbrigð-
um hljóðfærisins næm og
þroskuð. Hugur hans hneigist
meir að þvi lyriska en stórfeng-
lega. Hann lék hinar 24 prelú-
díur C.liopins með undraverðri
margbreytni i hljómum og svip-
blæ. Rögnvaldur Sigurjónsson
hélt hér hljómleik í desember.
Þessi kornungi pianóleikari
hefir verið við nám i Paris, og
þótt dvölin hafi ekki verið löng
enn sem komið er, þá hefir
hann þó ótvírætt haft gagn af
henni.. Hann hefir fengið mjög
örugga tekniska undirstöðu og
er nú kominn svo langt, að
hann getur farið að kasta af
sér skólafjötrunum. Hann liefir
nóg skap til að bera, en það
er enn of bundið og niðurbælt.
Yfirleitt var hljómleikur hans
liinn ánægjulegasti; vandvirkni
og tónlistarhæfileikar Rögn-
valds gefa hinar beztu vonir.
*
María Markan, óperusöng-
kona, liélt hér hljómleika í
október. Röddin er sannarlega
glæsileg sópranrödd og radd-
sviðið er mikið. Þó röddin sé
hér sópran, þá á hún lika
djúpa tóna, sem margar alt-
söngkonur mættu öfunda hana
af. Mikill meiri liluti söng-
skrárinnar var helgaður ljóð-
söngvum, og enda þótt ungfrú-
in sýndi, að hún er vel heima
á þessu sviði, þá leyndi það
sér ekki, að óperulögin liggja
henni næst. Hún heifir verið
ráðin til að syngja við kgl.