Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 26
MARTIN HEIDEGGER
HUOUR
Jíirgen og Hermann. Heidegger lést 26. maí 1976 í fæðingarbæ
sínum.
Ileidegger las guðfræði og heimspeki við háskólann í
Freiborg á árunum 1909 til 1914. Hann kynntist þar verkum
Edmunds Husserls sem síðar átti eftir að verða lærifaðir hans
og samstarfsmaður, ennfremur kynntist hann verkum Nietz-
sches, Kierkegaards, Dostojevskys, Rilkes, Trakls, Hegels,
Schellings og Diltheys, auk Fomgrikkja2 og Skólaspekinga sem
hann las vel og vandlega. Doktorsritgerð hans var um heim-
spekilega sálarfræði og hann varði hana árið 1913. Hann
gegndi herþjónustu um skeið í fyrri heimstyrjöldinni en hóf
kennslu við Freiborgaraskóla árið 1919. Hann var aðeins 34
ára þegar hann fékk prófessorsstöðu við Marborgarháskóla.
Hann kenndi þar til ársins 1927 að hann fékk embætti f Frei-
borg. Á Marborgartímabilinu urðu til drög að mörgum þekkt-
ustu verka hans og árið 1927 kom út sú bók sem gerði hann
heimsfrægan á skammri stundu, Vera og Tími.3
Árið 1933 var Heidegger kosinn rektor háskólans í
Freiborg og um svipað leyti gekk hann í þýska nasistaflokkinn.
Hann sagði af sér sem rektor ári síðar eftir að hafa neitað að
láta undan þrýstingi um að bola frá störfum kennurum sem
ekki voru hliðhollir stjómvöldum. Haft var strangt eftirlit með
námskeiðum hans eftir það og sum þeirra og nokkur verka
hans bönnuð af þýskum yfirvöldum. Árið 1944 varhann send-
ur í nauðungarvinnu við að grafa skurði meðfram Rínarfljóti.
Árið 1945 bönnuðu frönsk yfirvöld honum að kenna og því
banni var ekki aflétt fyrr en 1951. Hins vegar hélt hann nám-
skeið á þessu tímabili fyrir útvalda nemendur og vini.4
2 Eitt megineinkenni á verkum Heideggers er sá lærdómur sem hann
telur sig geta dregið af fortíðinni. Þar er einkum um að ræða
Frumherjana - gríska heimspekinga fyrir^daga Sókratesar og
Skólaspekinga. Þá má ekki gleyma heilögum Agústínusi sem varð til
þess að kveikja áhuga hans á tímahugtakinu í sambandi við
spurninguna um sjálfsveruna. Hann einskorðaði sig hins vegar ekki
við fortíðina eins og upptalningin hér að ofan ber með sér.
3 Sein und Zeit heitir bókin á frummálinu og kom fyrst út í „Jahrbuch
fiir Philosophie und phanomenologische Forschung", rit sem gefið var
út af Edmund Husserl. Þorsteinn Gylfason vill kalla bókina Vist og
tíð. Heidegger tileinkaði hana Husserl.
4 Þessi niðurstaða um stjórnmálaferiþHeideggers er ekki í samræmi við
niðurstöður þeirra Farias og Ottos. Eg sé ekki ástæðu til að eyða tíma í
24