Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 76

Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 76
TVENNIR TÍMAR í SIÐFRÆÐI DAVÍÐS HUME HUGUR rétt mat mögulegt? Ástríðan verður að vera óhlutdræg ef hún á að geta talist rétt mat á dyggðum og löstum.1 Skýring Humes á þessum vanda er ítarleg og of langt mál væri að rekja hana hér, enda ekki höfuðatriði í máli mínu. Megininntak skýringarinnar er þó það, að menn hljóta að koma sér saman um grundvallarreglur í slíku mati, þar sem án þess gæti mannlegt samfélag ekki þrifist. Þessu er líkt farið og með tungumál okkar, því að ef við hefðum ekki sameiginlegan skilning og viðmið til að bera á þeim hugtökum sem beitt er, þá yrðum við algerlega ráðvillt hvenær sem breyting yrði á okkar eigin stöðu og gætum því ekki rætt við aðrar mann- eskjur um siðferðileg efni. En lítum nú á annað höfuðvandamál í siðfræði Humes, sem kenningunni um samhygð er ætlað að skýra, nefnilega því hvernig og hvers vegna við getum borið hag annarra manna fyrir brjósti, jafnvel þó svo að þeir séu okkur með öllu óviðkomandi. Og vitanlega þarf að gera grein fyrir þessu á þann hátt að mat okkar á eiginleikum þessa fólks sé hlutlaust. Aður en lengra er haldið, þá er rétt að minna á, að kenningin um samhygð er reist á þeirri forsendu að viðbrögð okkar í þessum efnum byggist fyrst og fremst á tilfinningalegum viðbrögðum, en stjórnist ekki af ályktunum skynseminnar um gildi þess að fylgja siðareglum. Hume álítur að slík fylgni við siðareglur sé sjálfvirk og geld og í raun andstæð mannlegu eðli, þar sem tilfinningarnar eiga enga hlutdeild í slíkum ályktunum. En snúum okkur nú að skýringu Humes á um- hyggju okkar fyrir öðrum mönnum. Kenningunni um samhygð er einkum ætlað tvennt: annars vegar að vera nokkuð altæk skýring á þeim siðferðilegu vandamálum sem Hume fæst við, hins vegar að skýra flutning tilfinninga manna í millum. Eitt þeirra dæma er Hume beitir til þess að skýra hlutverk samhygðarinnar sem tilfinninga- flutnings, hljóðar svo: 1 Páll S. Árdal: Siðferði og mannlegt eðli, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1982, bls. 60. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.