Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 44

Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 44
VINÁTTA OG RÉTTLÆTI HUGUR Hvað segði slík niðurstaða okkur um þær leiðir sem okkur mönnum eru búnar til að leggja rækt við siðferði okkar? Til að svara þessu hljótum við að taka mið af þeirri staðreynd, að réttlætið hefur lengi verið talið æðst siðferðilegra dygða eða verðmæta. Sé það nú rétt að vinátta og réttlæti séu andstæð hvort öðru blasir við að við getum ekki valið að upphefja gildi vináttunnar nema á kostnað réttlætisins - og þá um leið á kostnað siðferðisins. Ef við ætlum að bæta siðferði okkar, hljótum við að virða réttlætið ofar vináttunni og varast að rugla þessu tvennu saman, því að ef marka má dæmin hér að ofan er það einmitt slíkur ruglingur sem slævir dómgreind manna og býður heim hættunni á siðspillingu. En hvað er þá orðið um gildi vináttunnar fyrir líf manna og breytni? Er hún ekki annað en fölsuð mynt meðal siðferðilegra verðmæta? Reynslan bendir vissulega til að hún hljóti að vera annað og meira. En hvernig getum við metið hana að verðleikum ef við þurfum jafnframt ávallt að vera á varðbergi gagnvart henni, svo að hún spilli ekki siðum okkar og háttum? Þessi vandi virðist ekki árennilegur. Til að fást við hann verður bersýnilega að leggja málið fyrir með öðrum hætti en gert hefur verið hér að framan. Það er hér sem Aristóteles kemur til skjalanna með gerólíkt sjónarhorn og ólíka niðurstöðu þeirri, sem við okkur virðist blasa. Niðurstaða hans er sú, að við fáum aldrei skilið réttlætið til fulls nema okkur séu ljós tengsl þess við vináttuna. Tengslin eru í sem fæstum orðum þannig, samkvæmt kenningu Aristótelesar, að réttlæti er eitt af eðliseinkennum sannrar vináttu; vinátta getur aldrei staðið undir nafni ef hún felur í sér ranga breytni. Um leið telur Aristóteles að tilgangur þess að koma á réttlæti í samskiptum manna sé að endingu sá að þar megi ríkja sannari vinátta. Ef við ætlum að bæta siðferði okkar verðum við vissulega að breyta rétt og virða þannig réttlætið, en Aristóteles virðist vilja bæta því við að hin rétta breytni sé að endingu aðeins liður (reyndar mjög mikilvægur liður) í því að haga samskiptum sínum í anda vináttu. Hver skyldu vera rök Aristótelesar fyrir þvílíkri kenningu? Aður en hægt er að svara því er nauðsynlegt að átta sig á að hugsun hans um vináttuna mótast af þeirri merkingu sem 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.