Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 94

Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 94
RITDÓMAR HUGUR Logico-Philosophicus, án þess að þekkja til hlítar rökfræðikenningar Frege. Frege og Russell áttu það áhugamál sameiginlegt að vilja fínna rök- fræðilegan grunn stærðfræðinnar og gera sér grein fyrir eðli hennar. Tilraunir Russells í þá veru náðu hámarki sínu í hinu mikla þriggja binda verki PríncipiaMathematica, sem hann skrifaði ásamt kennara sínum og síðar samkennara, Alfred North Whitehead, og kom út á árunum 1910- 1913. í Príncipia er sett fram táknmál rökfræðinnar og skilgreiningar, og þau notuð til að sýna fram á rökfræðilegan grundvöll stærðfræðinnar. Samsvarandi verk Frege er Grundvallarlögmál talnafræðinnar („Grund- gesetze der Arithmetik"), sem kom út í tveimur bindum, fyrsta bindi árið 1893, og hið seinna árið 1903. Áður gaf Frege út tvö verk, sem voru nokkurs konar forspil að ofangreindu verki. Fyrra verkið, Hugtakaskríft (,,Begriffsschrift“), kom út 1879, en þar setur Frege ffam táknmál það, er hann hugðist nota til að leiða stærðfræði af rökfræði. Þetta táknmál er í grundvallaratriðum notað enn þann dag í dag í nútímarökfræði. Seinna verkið er Undirstöðurreikningslistarinnar, sem hér er til umræðu, og kom fyrst út árið 1884. Þar setur Frege fram óformlega þær hugmyndir, sem liggja til grundvallar hinni stærð- og rökfræðilega nákvæmu framsetningu í Grundvallarlögmilum talnafræðinnar. Hann ræðir fjölda- og talna- hugtakið, sem talnafræðin eða reikningslistin er reist á, á venjulegu máli. Hárskörp rök hans eru fyrst og frernst heimspekileg. Þótt umræða hans sé flókin og fáguð má benda á, að bókin er „ekki tyrfin aflestrar og ætti ekki að reynast neinum ofraun, sem áhuga hefur á efninu, þótt ekki kunni hann mikið fyrir sér í stærðfræði“, eins og Guðmundur Heiðar kemst að orði. Frege fer ítarlega í kenningar heimspekinga og heimspekilega sinnaðra stærðfræðinga, bæði þekktra, eins og Lockes, Leibniz og Mills, og óþekktra, eins og Schröders, Lipschitz og Köpps, um talnahugtakið og teflir ffam snilldarlegum rökum gegn þeim. Þá setur hann fram eigin kenn- ingu um eðli hugtakanna fjöldi og náttúruleg tala, sem jafnframt er kenn- ing um eðli stærðfræðinnar. Eins og önnur rit í Lærdómsritaröðinni er bókin Undirstöður reikn- ingslistarinnar öll hin vandaðasta. Forspjall Guðmundar Heiðars er mjög fróðlegt, skýrt og unnið af kunnáttu, en því má í grófum dráttum skipta í tvo hluta. Fyrri hluti er almennt yfirlit yfir líf og starf Frege, helstu rit, samskipti við samtímamenn, heimspeki hans og önnur andleg áhugamál. Þá er gerð stutt grein fyrir nútímarökfræði, sem að miklu leyti á rætur sfnar að rekja til Frege. Hér hnaut ég um þá fullyrðingu, að rökfræði skiptist í tvennt, setningarökfræði og umsagnarökfræði (bls. 14). Nútfma- rökfræði er af flestum rökfræðingum talin spanna mun víðtækara svið, t.d. annars stigs rökfræði (þ.e. rökfræði, þar sem talað er um alla eða suma eiginleika hluta), háttarökfræði, ýmsar sértegundir einfaldrar um- sagnarökfræði, svo sem samsemdarrökfræði. Þessa misskilnings gætir reyndar einnig seinna í forspjallinu, þar sem sagt er: „það er ekki einungis rökfræði, sem reikningslist errakin til, heldur líka mengjafræði" (bls. 39). En sjálfur gerði Frege ekki skarpan greinarmun á rökfræði og mengja- fræði, og það gildir einnig um marga nútímarökfræðinga. í síðari hluta forspjallsins eru gerð nánari skil fyrir inntaki bókarinnar, markmiðum og aðferðum. Þar er m.a. lýst gagnrýni Frege á sálarhyggju 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.