Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 46
VINÁTTA OG RÉTTLÆTI
HUGUR
þrjár tegundir vináttu, en aðeins ein þeirra geti orðið eiginleg
eða sönn. Samkvæmt greiningu Aristótelesar skapast sönn
vinátta^ með dygðugum mönnum vegna þess að þeir kunna að
meta hið góða í fari hvers annars. Hinar tvær tegundimar eru
annars vegar ánægjuvinátta, sem kemst á vegna þess að menn
hafa ánægju af að vera saman og hins vegar nytsemisvinátta, en
hún kemst á vegna þess að menn telja sig geta haft gagn hver af
öðrum.
Svo sem gera má ráð fyrir telur Aristóteles að vináttan
verði miseiginleg eftir því hverrar tegundar hún er. Sam-
kvæmt kenningunni getur vinátta af hinum óæðri tegundum
kallast vinátta einungis vegna þess að hún er í einhverjum
mikilvægum atriðum lík þeirri einu sönnu. Sönn vinátta hefur
þannig í sér fólgin öll eðliseinkenni hinna tegundanna, það er
að segja allt það sem gerir þær að tegundum vinállunnar. Ilún
veitir mönnum til dæmis sanna ánægju og er auk þess nytsam-
legri en nokkur nytsemisvinátta, því að hún færir mönnum
raunveruleg gæði.
En það er ekki nóg með að tegundir vináttunnar hafi mis-
mikið vináttueðli, heldur virðist Aristóteles gera ráð fyrir að
vinátta af hverri tegund fyrir sig geti verið margskonar og
misjafnlega lík sannri vináttu. í stuttu máli sagt virðist skiln-
ingur Aristótelesar á vináttuhugtakinu vera sá, að það nái yfir
öll tengsl eða samskipti manna sem eitthvað mikilvægt eigi
sameiginlegt með sannri vináttu. í meðförum Aristótelesar
nær vináttuhugtakið því ekki einungis yfir kunningsskap og
tengsl manna sem þekkjast og bera umhyggju hver fyrir öðr-
um sem einstökum persónum, heldur talar Aristóteles um að
3 Þessa tegund vináttu nefnir Aristóteles ýmist „fullkomna vináttu" eða
„vináttu góðra manna“, en fræðimenn samtímans kenna hana gjarnan
við dygð („virtue-friendship") eða persónuleika („character-friend-
ship“). Á íslensku kemur til álita orðið „eðlisvinátta", þó að það sé ekki
notað hér. Orðasambandið „sönn vinátta“ hefur þann kost að vera laust
við tæknilegt yfirbragð, en þó er það á kostnað nákvæmninnar, því að
samkvæmt viðtekinni túlkun á kenningu Aristótelesar þarf vinátta af
þessari tegund ekki að vera fullkomin, heldur er fullkomlega sönn vin-
átta sú vinátta, af tegundinni sönn vinátta, sem á engan sinn líka að
gæðum. Þegar ég tala um sanna vináttu hér á eftir á ég við slíka fyrir-
myndarvináttu, en ekki hvaða „sönnu“ vináttu sem er.
44