Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 46

Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 46
VINÁTTA OG RÉTTLÆTI HUGUR þrjár tegundir vináttu, en aðeins ein þeirra geti orðið eiginleg eða sönn. Samkvæmt greiningu Aristótelesar skapast sönn vinátta^ með dygðugum mönnum vegna þess að þeir kunna að meta hið góða í fari hvers annars. Hinar tvær tegundimar eru annars vegar ánægjuvinátta, sem kemst á vegna þess að menn hafa ánægju af að vera saman og hins vegar nytsemisvinátta, en hún kemst á vegna þess að menn telja sig geta haft gagn hver af öðrum. Svo sem gera má ráð fyrir telur Aristóteles að vináttan verði miseiginleg eftir því hverrar tegundar hún er. Sam- kvæmt kenningunni getur vinátta af hinum óæðri tegundum kallast vinátta einungis vegna þess að hún er í einhverjum mikilvægum atriðum lík þeirri einu sönnu. Sönn vinátta hefur þannig í sér fólgin öll eðliseinkenni hinna tegundanna, það er að segja allt það sem gerir þær að tegundum vinállunnar. Ilún veitir mönnum til dæmis sanna ánægju og er auk þess nytsam- legri en nokkur nytsemisvinátta, því að hún færir mönnum raunveruleg gæði. En það er ekki nóg með að tegundir vináttunnar hafi mis- mikið vináttueðli, heldur virðist Aristóteles gera ráð fyrir að vinátta af hverri tegund fyrir sig geti verið margskonar og misjafnlega lík sannri vináttu. í stuttu máli sagt virðist skiln- ingur Aristótelesar á vináttuhugtakinu vera sá, að það nái yfir öll tengsl eða samskipti manna sem eitthvað mikilvægt eigi sameiginlegt með sannri vináttu. í meðförum Aristótelesar nær vináttuhugtakið því ekki einungis yfir kunningsskap og tengsl manna sem þekkjast og bera umhyggju hver fyrir öðr- um sem einstökum persónum, heldur talar Aristóteles um að 3 Þessa tegund vináttu nefnir Aristóteles ýmist „fullkomna vináttu" eða „vináttu góðra manna“, en fræðimenn samtímans kenna hana gjarnan við dygð („virtue-friendship") eða persónuleika („character-friend- ship“). Á íslensku kemur til álita orðið „eðlisvinátta", þó að það sé ekki notað hér. Orðasambandið „sönn vinátta“ hefur þann kost að vera laust við tæknilegt yfirbragð, en þó er það á kostnað nákvæmninnar, því að samkvæmt viðtekinni túlkun á kenningu Aristótelesar þarf vinátta af þessari tegund ekki að vera fullkomin, heldur er fullkomlega sönn vin- átta sú vinátta, af tegundinni sönn vinátta, sem á engan sinn líka að gæðum. Þegar ég tala um sanna vináttu hér á eftir á ég við slíka fyrir- myndarvináttu, en ekki hvaða „sönnu“ vináttu sem er. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.