Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 29
HUGUR
INGIMAR INGIMARSSON
fjalla um hana væri hins vegar óhjákvæmilegt að eyða miklum
tíma í að skýra hugtakanotkun Heideggers sem er um margt
óvenjuleg. í stað hefðbundins orðaforða heimspekinnar notar
hann orð úr hversdagslegu máli til að skýra hugsun sína.
Tilvísanir þeirra flestra eru hins vegar yfirleitt til hefðarinnar.
Það væri að æra óstöðugan að hefja slíkt stagl hér þótt vissulega
sé það mjög forvitnilegt og skemmtilegt.10
Hugsunin
í kveri sem heitir Hvað er heimspeki? og kom út 1956 fjallar
Heidegger um mun hugsunar og heimspeki. Þar segir hann til
dæmis: „Hvorki Herakleitos né Parmenídes urðu „heimspek-
ingar“. Hvers vegna ekki? Vegna þess að þeir vom meiri hugs-
uðir en svo.“n Með öðrum orðum: á undan heimspekinni var
hugsunin og hún kann að rísa upp aftur að heimspekinni lok-
inni. Eða með enn öðru orðalagi: heimspekin er ein af þeim
ógnum sem steðja að hugsuninni sem er þá eitthvað allt annað.
Það þýðir að skilningur á henni er að einhverju leyti ávallt fyrir hendi.
Veruspurningin er því ekki um verundir heldur veruna sjálfa.
Eftirfarandi skýrir ef til vill við hvað er átt: Hvað er notagildi? Hvemig
skiljum við það? Af hverju leiðir þetta hugtak sem við verðum að
byggja á til þess að geta lýst og skilið eitthvað sem hægt er að nota,
tæki? Það skxúfar til dæmis enginn með skriífjámi nema ltann átti sig á
hvemig á að nota skrúfjárn. Með öðrum orðum: það skrúfar enginn án
þess að hann átti sig á notagildi skrúfjárnsins. En þá má spyrja: Á
hverju grundvallast notagildi þess?
Veruspurningin er þannig óvenjuleg. Það er ekki vegna þess að spurt
sé um veruna heldur vegna þess að jafnframt er spurt um skilning á
henni - um veruskilning.
10 Þvf er oft haldið fram.að mikilvægasta framlag Heideggers til
heimspekisögunnar sé sagnfræðilegt. Hann hafi lagt grundvöll að
hugtakasögu sem skýri betur en margt annað hvers vegna samtíma- og
nútímaheimspekingum hefur ekki tekist að ná fyllilega tökum á
einstökum gátum heimspekinnar. Skýringin er að það sé oft vegna
þess að upprunaleg merking vandans hafi gleymst. Þetta skýrist ef
þróun og saga hugtaka sé skoðuð, t.d. áhrif þess að þýða þau af einu
máli yfir á annað. Heidegger nefnir mörg dæmi slíks í verkum sínum.
Dæmi eru sjálfsvera, vera, sannleikur, skynjun o.fl.
11 Martin Heidegger: Was ist das - die Philosophie?, Neske Verlag,
Pfullingen 1956. Ensk/þýsk útgáfa: What is Philosophy?, þýð.
W.Kluback og J.T.Wilde,Vision Press Ltd.,London 1958, þriðja útg.
1972, bls. 52-53.
27