Hugur - 01.01.1989, Page 29

Hugur - 01.01.1989, Page 29
HUGUR INGIMAR INGIMARSSON fjalla um hana væri hins vegar óhjákvæmilegt að eyða miklum tíma í að skýra hugtakanotkun Heideggers sem er um margt óvenjuleg. í stað hefðbundins orðaforða heimspekinnar notar hann orð úr hversdagslegu máli til að skýra hugsun sína. Tilvísanir þeirra flestra eru hins vegar yfirleitt til hefðarinnar. Það væri að æra óstöðugan að hefja slíkt stagl hér þótt vissulega sé það mjög forvitnilegt og skemmtilegt.10 Hugsunin í kveri sem heitir Hvað er heimspeki? og kom út 1956 fjallar Heidegger um mun hugsunar og heimspeki. Þar segir hann til dæmis: „Hvorki Herakleitos né Parmenídes urðu „heimspek- ingar“. Hvers vegna ekki? Vegna þess að þeir vom meiri hugs- uðir en svo.“n Með öðrum orðum: á undan heimspekinni var hugsunin og hún kann að rísa upp aftur að heimspekinni lok- inni. Eða með enn öðru orðalagi: heimspekin er ein af þeim ógnum sem steðja að hugsuninni sem er þá eitthvað allt annað. Það þýðir að skilningur á henni er að einhverju leyti ávallt fyrir hendi. Veruspurningin er því ekki um verundir heldur veruna sjálfa. Eftirfarandi skýrir ef til vill við hvað er átt: Hvað er notagildi? Hvemig skiljum við það? Af hverju leiðir þetta hugtak sem við verðum að byggja á til þess að geta lýst og skilið eitthvað sem hægt er að nota, tæki? Það skxúfar til dæmis enginn með skriífjámi nema ltann átti sig á hvemig á að nota skrúfjárn. Með öðrum orðum: það skrúfar enginn án þess að hann átti sig á notagildi skrúfjárnsins. En þá má spyrja: Á hverju grundvallast notagildi þess? Veruspurningin er þannig óvenjuleg. Það er ekki vegna þess að spurt sé um veruna heldur vegna þess að jafnframt er spurt um skilning á henni - um veruskilning. 10 Þvf er oft haldið fram.að mikilvægasta framlag Heideggers til heimspekisögunnar sé sagnfræðilegt. Hann hafi lagt grundvöll að hugtakasögu sem skýri betur en margt annað hvers vegna samtíma- og nútímaheimspekingum hefur ekki tekist að ná fyllilega tökum á einstökum gátum heimspekinnar. Skýringin er að það sé oft vegna þess að upprunaleg merking vandans hafi gleymst. Þetta skýrist ef þróun og saga hugtaka sé skoðuð, t.d. áhrif þess að þýða þau af einu máli yfir á annað. Heidegger nefnir mörg dæmi slíks í verkum sínum. Dæmi eru sjálfsvera, vera, sannleikur, skynjun o.fl. 11 Martin Heidegger: Was ist das - die Philosophie?, Neske Verlag, Pfullingen 1956. Ensk/þýsk útgáfa: What is Philosophy?, þýð. W.Kluback og J.T.Wilde,Vision Press Ltd.,London 1958, þriðja útg. 1972, bls. 52-53. 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.