Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 80

Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 80
TVENNIR TÍMAR í SIÐFRÆÐI DAVÍÐS HUME HUGUR fyrrgreinda athöfnin vekur upp í okkur jafn mikla óbeit og hin seinni, ef hún ætti sér stað í samtíðinni.8 Hér á samhygðin greinilega rætur sínar að rekja til ímyndunarinnar, fremur en tilfinningaflutninga. Því er það, að við finnum til samhygðar með þeim bræðrum okkar og systrum sem í vanda eru stödd, á svipaðan hátt og við for- dæmum illgjörðir. Sú ástríða eða tilfinning sem vaknar í brjósti okkar við það að heyra af þjáningum annarra, vekur upp samsvarandi hræringar í brjóstum allra manna. Hume er það í móti skapi, að skýra þessa umhyggju sem meðfædda ást á mannkyninu. Hann álítur að það sé aðeins fyrir tilstilli sam- hygðarinnar sem örlög annarra skipta okkur máli. Ef samhygð okkar væri þannig háttað, að einvörðungu gleði og sorgir vina, ættingja og kunningja skiptu okkur máli, líkt og hugmyndin um samhygð sem lögmál um tilfinningaflutninga leiðir af sér, þá myndi okkur vera með öllu ókleift að mynda nokkra óhlutdræga siðadóma. Þess vegna held ég því fram, að Ilume hafi orðið ljóst, að umhyggja okkar fyrir náunganum verði ekki skilin nema fyrir tilstilli samhygðar er byggir grundvöll sinn á lögmáli ímynd- unarinnar. Ef ég hef á röngu að standa, þá er greinargerð Humes fyrir umhyggju meingölluð, því honum tekst aldrei að sýna fullkomlega fram á hvemig þessum tilfinningaflutningi er háttað. Ég vil ítreka þetta ennfremur með því að vitna til orða Páls Ardal, er hann heldur því fram í bók sinni Ástríða og gildi í Ritgerð Humes, að Hume svari aldrei þessari spumingu: „hvers vegna ætti ég að láta þjáningar og sorgir amiars manns skipta mig nokkru, jafnvel þó svo að ég hafi orðið fyrir áhrifum fyrir tilstilli tilfinningaflutnings?" 9 Mín tillaga er þó sú, að Hume hafi í raun leyst þennan vanda - án þess þó að það væri gert skýrt og skilmerkilega - með þeirri endurskoðun á kenningunni um samhygð er hann framkvæmdi og varð að framkvæma til þess að leysa þetta vandamál og önnur, eins og ég vék að hér á undan. Það er grundvallareinkenni á afstöðu Humes, að hann telur hvatir siðlegrar breytni vera byggðar á viðbrögðum okkar við 8 David Hume, sama rit, bls. 303. 9 Páll S. Árdal: Passion and Value in Hume's Treatise, Edinburgh University Press, Edinburgh 1966, bls. 51 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.