Hugur - 01.01.1989, Page 80
TVENNIR TÍMAR í SIÐFRÆÐI DAVÍÐS HUME
HUGUR
fyrrgreinda athöfnin vekur upp í okkur jafn mikla óbeit og hin
seinni, ef hún ætti sér stað í samtíðinni.8
Hér á samhygðin greinilega rætur sínar að rekja til
ímyndunarinnar, fremur en tilfinningaflutninga. Því er það,
að við finnum til samhygðar með þeim bræðrum okkar og
systrum sem í vanda eru stödd, á svipaðan hátt og við for-
dæmum illgjörðir. Sú ástríða eða tilfinning sem vaknar í
brjósti okkar við það að heyra af þjáningum annarra, vekur
upp samsvarandi hræringar í brjóstum allra manna. Hume er
það í móti skapi, að skýra þessa umhyggju sem meðfædda ást á
mannkyninu. Hann álítur að það sé aðeins fyrir tilstilli sam-
hygðarinnar sem örlög annarra skipta okkur máli. Ef
samhygð okkar væri þannig háttað, að einvörðungu gleði og
sorgir vina, ættingja og kunningja skiptu okkur máli, líkt og
hugmyndin um samhygð sem lögmál um tilfinningaflutninga
leiðir af sér, þá myndi okkur vera með öllu ókleift að mynda
nokkra óhlutdræga siðadóma.
Þess vegna held ég því fram, að Ilume hafi orðið ljóst, að
umhyggja okkar fyrir náunganum verði ekki skilin nema fyrir
tilstilli samhygðar er byggir grundvöll sinn á lögmáli ímynd-
unarinnar. Ef ég hef á röngu að standa, þá er greinargerð
Humes fyrir umhyggju meingölluð, því honum tekst aldrei að
sýna fullkomlega fram á hvemig þessum tilfinningaflutningi
er háttað. Ég vil ítreka þetta ennfremur með því að vitna til
orða Páls Ardal, er hann heldur því fram í bók sinni Ástríða
og gildi í Ritgerð Humes, að Hume svari aldrei þessari
spumingu: „hvers vegna ætti ég að láta þjáningar og sorgir
amiars manns skipta mig nokkru, jafnvel þó svo að ég hafi
orðið fyrir áhrifum fyrir tilstilli tilfinningaflutnings?" 9 Mín
tillaga er þó sú, að Hume hafi í raun leyst þennan vanda - án
þess þó að það væri gert skýrt og skilmerkilega - með þeirri
endurskoðun á kenningunni um samhygð er hann framkvæmdi
og varð að framkvæma til þess að leysa þetta vandamál og
önnur, eins og ég vék að hér á undan.
Það er grundvallareinkenni á afstöðu Humes, að hann telur
hvatir siðlegrar breytni vera byggðar á viðbrögðum okkar við
8 David Hume, sama rit, bls. 303.
9 Páll S. Árdal: Passion and Value in Hume's Treatise, Edinburgh
University Press, Edinburgh 1966, bls. 51
78