Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 52
VINÁTTA OG RÉ'ITLÆTI
HUGUR
temjum okkur allt frá unga aldri; það skiptir mjög miklu máli,
eða frekar öllu máli“ (RN 1103b23-25). Menn verða dygðugir
ef þeir njóta góðs uppeldis.
Lögin bjóða mönnum þess vegna að breyta ávallt eins og
dygðugur maður rnyndi gera. Þau skipa mönnum að gera sumt
og banna mönnum að gera annað (EN 1129b20-25). Af þessu
má ráða að Aristóteles líti á beitingu lagavaldsins sem upp-
eldisaðferð samfélagsins. Þegar samfélagið elst upp við réttlát
lög, þá fær það tilhneigingu til réttlætis, eins og sá sem fær rétt
uppeldi hneigist til réttrar breytni. Og vegna þess að þeir sem
hafa tilhneigingu til réttrar breytni hver gagnvart öðrum eru
vinir hefði Aristóteles getað sagt að vináttan væri „lyndis-
einkunn samfélagsins“, rétt eins og einstaklingsdygðin er
lyndiseinkunn einstaklings. Þannig virðist koma til álita, að
þegar Aristóteles talar um borgaralega vináttu (sbr. EE 7.7),
þá eigi hann við samfélag, sem einkennist af tilhneigingu þegn-
anna til að breyta rétt hver gagnvart öðrum. Lögin væru þá
tæki til að kenna mönnum þá dygð að vera vinir. Markmið
þeirra væri að samfélagið í heild hel’ði til að bera þá dygð að
þar ríkti vinátta. Vináttan væri félagsdygð.
Um félagsvináttu
Ef Aristóteles hugsar sér að vináttan sé félagsdygð hlýtur hann
að gera ráð fyrir að hún einkenni samfélagið sem eina heild,
fremur en að vinátta í samfélagi þýði einfaldlega að mikið sé
um að meðlimir þess tengist vinaböndum. Ymislegt bendir til
að Aristóteles skilji vináttu samfélagsins einmitt þessum
skilningi:
I fyrsta lagi má rifja upp að samkvæmt kenningu hans er
einhugur samfélagsins vináttueinkenni sem veltur á réttvísi
manna. Vinátta samfélagsins felur því í sér einhug þegnanna
(EN 1155a24-5) en hann verður ekki tryggður nema þeir temji
sér dygðugt lífemi. Einhugurinn sjálfur er hins vegar einkenni
á samfélaginu sem einni heild, en ekki á einstökum meðlimum
þess. Það sama hlýtur að eiga við um vináttuna, þar sem
einhugur er „eitthvað sem líkist vináttu“ (EN 1155a24).
50