Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 71

Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 71
HUGUR ATL.I IIARÐARSON af hugsjónum okkar eða því sem Kant kallaði „Uleale“. Siðvit [praktische Vemunftl er að mínu viti tvíþætt: annars vegar cr það raunsæi eða hæfileikinn til sjá siðlegar eigindir veruleikans eins og þær eru í raun og veru. Hins vegar er það hugsjónir sem birta okkur hvernig veruleikinn ætti að vera. Hvorugur þátturinn getur án hins verið. Til að hugsa siðferðilega verður í senn að meta mannlífið af raunsæi og skilningi og í ljósi hugsjóna um hvemig það ætti að vera. Þetta tal um hugsjónir er kannski svolítið þokukennt. Þær hugsjónir sem hér um ræðir eru auðvitað ckki neitt hringsól kringum einhvem yfirskilvitlegan veruleika þess góða. Þær eru hugsjónir um betri menn og betra samfélag. Hinar fyrrnefndu eru yfirleitt kallaðar manngildishugsjónir og hinar síðarnefndu stjómmálahugsjónir. Manngildishugsjónir eru til einskis án þeirrar tegundar raunsæis sem kallast mannþekking. Mannþekking er líka óhugsandi án manngildishugsjónar. Það er ómögulegt að meta kosti og galla fólks af raunsæi án þess að vita hvað er kostur og hvað galli og slík vitneskja er óhugsandi án einhverrar hugmyndar um hvemig fólk á að vera. Svipuðu máli gegnir um stjórnmálahugsjónir. An þjóðfélagslegs raunsæis og skilnings á mannlegum aðstæðum eru þær til einskis og án þeirra er þctta raunsæi óhugsandi. Þegar skynsamlegar hugsjónir og raunsæi fara saman er talað um að menn hafi rétt gildismat. Rétt gildismat er í því fólgið að skoða hlutina af raunsæi og meta þá í ljósi skyn- samlegra hugsjóna. Aðalsmerki þroskaðs siðvits er því rétt gildismat. Þegar við tölum um að manngildis- og stjómmálahugsjónir þróist þá meinum við auðvitað að þær breytist til hins betra. En hvernig getur mælikvarðinn á gott og slæmt breyst til hins betra? Er það hvað er betra ekki afstætt við þennan kvarða? Eina leiðin til að fá botn í þá hugmynd að hugsjónir þróist er að gera ráð fyrir því að til sé siðferðilegur sannleikur sem þær nálgast meir og meir. Sé þetta rétt þá getum við líkt þróun siðferðis við þróun vísindalegrar þekkingar. Allir gera ráð fyrir því að kenningar vísindanna þróist í átt til réttari ntyndar af veruleikanum. A hverjum tíma eru þessar kenningar þó sá eini mælikvarði sem menn hafa til að meta hvort tilgátur og hugmyndir endurspegli veruleikann eins og hann er. I vísind- 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.