Hugur - 01.01.2000, Side 7
Inngangur ritstjóra
Hér koma tveir árgangar Hugar út í einu hefti og er útgáfan jafnframt
afmælisútgáfa tímaritsins, þar eð árgangarnir hafa nú náð á annan
tuginn. Upphaflega hugmyndin var sú að gefa út veglegt afmælistíma-
rit helgað íslenskri heimspeki; en þegar ákveðið var að halda málþing
um Brynjólf Bjarnason í tilefni hundrað ára ártíðar hans á haustmán-
uðum 1998, þótti tilvalið að helga honum tímaritið, enda var hann
einn stofnfélaga Félags áhugamanna um heimspeki, og var fyrsti-og,
enn sem komið er, eini-heiðursfélaginn.
Málþingið tókst með ágæturn og voru fundarmenn hátt í sjötíu tals-
ins. Hófst dagskráin með erindi Einars Ólafssonar um Brynjólf, þar
sem hann rak sögu hans, enda efninu kunnur; Einar skrifaði bók um
Brynjólf, sem heitir Brynjólfur Bjarnason. Pólitísk œvisaga. Því næst
tók Skúli Pálsson til máls og loks steig Eyjólfur Kjalar Emilsson í
pontu og ræddi um hugmyndir Brynjólfs Bjarnasonar um frelsi vilj-
ans. Af þessum þremur erindum er tvö þeirra að finna hér. Auk þeirra
er hér að finna grein eftir Jóhann Bjömsson, Tilgangurinn, hégóminn
og hjómið, þar sem höfundur fjallar um gagnrýni Brynjólfs á tilvistar-
stefnuna. Er óþarft að kynna efni greinanna hér frekar.
Aðrar greinar tímaritsins eru ekki síður áhugaverðar. Sigríður Þor-
geirsdóttir leiðir okkur um heimspekisöguna um eðli kvenna allt frá
Áristótelesi til Gunnars Dal og Geir Sigurðsson opnar fyrir okkur hug-
arheima ítalska heimspekingsins Giacomos Leopardi. Svo er hér að
fínna áhugaverða grein Matthews Rye uni túlkunarsálarfræði Nietzch-
es, sem er prýðilega þýdd af Birnu Bjarnadóttur. Gamalkunnur heim-
spekingur, Ludwig Wittgenstein, skýtur svo upp kollinum í tveimur
greinum: Ólafur Páll Jónsson fjallar um hugmyndir Sauls Kripke og
túlkun hans á reglufylgd Wittgensteins; og, Karl Ægir Karlsson glímir
við spurninguna, hvort Wittgenstein hafi verið fylgjandi atferðis-
hyggju. Björgvin G. Sigurðsson skrifar svo um Sigurð Nordal og
heimspeki hans og fléttar grein sína afbragðsvel við viðtal sitt við Þor-
stein Gylfason, prófessor, um sama efni. Það þarf vart að taka fram að
Brynjólfur Bjarnason og Sigurður Nordal eru e.t.v. stærstu nöfn
íslenskrar heimspeki síðustu aldar og fer því vel á með þeim félögum í
þessu hefti, þar sem hugmyndin var að fjalla um íslenska heimspeki