Hugur - 01.01.2000, Page 7

Hugur - 01.01.2000, Page 7
Inngangur ritstjóra Hér koma tveir árgangar Hugar út í einu hefti og er útgáfan jafnframt afmælisútgáfa tímaritsins, þar eð árgangarnir hafa nú náð á annan tuginn. Upphaflega hugmyndin var sú að gefa út veglegt afmælistíma- rit helgað íslenskri heimspeki; en þegar ákveðið var að halda málþing um Brynjólf Bjarnason í tilefni hundrað ára ártíðar hans á haustmán- uðum 1998, þótti tilvalið að helga honum tímaritið, enda var hann einn stofnfélaga Félags áhugamanna um heimspeki, og var fyrsti-og, enn sem komið er, eini-heiðursfélaginn. Málþingið tókst með ágæturn og voru fundarmenn hátt í sjötíu tals- ins. Hófst dagskráin með erindi Einars Ólafssonar um Brynjólf, þar sem hann rak sögu hans, enda efninu kunnur; Einar skrifaði bók um Brynjólf, sem heitir Brynjólfur Bjarnason. Pólitísk œvisaga. Því næst tók Skúli Pálsson til máls og loks steig Eyjólfur Kjalar Emilsson í pontu og ræddi um hugmyndir Brynjólfs Bjarnasonar um frelsi vilj- ans. Af þessum þremur erindum er tvö þeirra að finna hér. Auk þeirra er hér að finna grein eftir Jóhann Bjömsson, Tilgangurinn, hégóminn og hjómið, þar sem höfundur fjallar um gagnrýni Brynjólfs á tilvistar- stefnuna. Er óþarft að kynna efni greinanna hér frekar. Aðrar greinar tímaritsins eru ekki síður áhugaverðar. Sigríður Þor- geirsdóttir leiðir okkur um heimspekisöguna um eðli kvenna allt frá Áristótelesi til Gunnars Dal og Geir Sigurðsson opnar fyrir okkur hug- arheima ítalska heimspekingsins Giacomos Leopardi. Svo er hér að fínna áhugaverða grein Matthews Rye uni túlkunarsálarfræði Nietzch- es, sem er prýðilega þýdd af Birnu Bjarnadóttur. Gamalkunnur heim- spekingur, Ludwig Wittgenstein, skýtur svo upp kollinum í tveimur greinum: Ólafur Páll Jónsson fjallar um hugmyndir Sauls Kripke og túlkun hans á reglufylgd Wittgensteins; og, Karl Ægir Karlsson glímir við spurninguna, hvort Wittgenstein hafi verið fylgjandi atferðis- hyggju. Björgvin G. Sigurðsson skrifar svo um Sigurð Nordal og heimspeki hans og fléttar grein sína afbragðsvel við viðtal sitt við Þor- stein Gylfason, prófessor, um sama efni. Það þarf vart að taka fram að Brynjólfur Bjarnason og Sigurður Nordal eru e.t.v. stærstu nöfn íslenskrar heimspeki síðustu aldar og fer því vel á með þeim félögum í þessu hefti, þar sem hugmyndin var að fjalla um íslenska heimspeki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.