Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 58
54
BÚNAÐARRIT
Það saraa ár átti kirkjan í Gaulverjabæ 20 kýr, 6 naut
eða uxa og 5 kálfa.
Ólafur Stephánsson stiftamtmaður segir, að hann
hafi margsinnis átt 20 útigangsuxa, sem eigi hafi þurft
meira fóður en 5, sem inni voru. Kveður hann þó úti-
gangsuxana engu síður væna.1)
Um veturinn 1733 er það sagt, að sjaldan hafi
komið það veður, að eigi væri nautpeningi útbeitandi,
og 1797 gengu kýr víða úti. Um veturinn 1800 segir
Espólín það, að hann hafi verið svo góður, að allur
peningur hafl gengið sjálfala, „en“, bætir hann við, „þó.
urðu heyin öllu notabetri kúm til mjólkur".2) Þetta
sýnir okkur greinilega, að kúm hefir verið beitt á 18.
öldinni, þegar hægt var, og getum við, sem nú lifum,
vel skilið, að þær mjólkuðu ekki eins vel af vetrarbeit-
inni og heyjunum.
Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal segist þekkja
dæmi þess, að bændur beiti kúm á vetrinn, vorin og
haustin, þó að enginn sé kominn gróður, ef veður sé
gott.3)
Sjálfur þekki eg bónda, sem átti nokkra uxa og
beitti þeim alla vetra, og svo hefir sagt mér gamalt
fólk, að það væri alsiða um 1840—50, þar sem nokkur
nautaeign var.
En á 20. öldinni er það lagt alveg niður. Að vísu
hefi eg heyrt getið um 2 bændur, sem nú lifa, sem
eigi að beita kúm og nautum á vetrum, en um sönnur
þess veit eg ekki, því að sjálfur þekki eg þá ekki.
Það sést því af því, sem eg nú hefi sagt, að það
hefir verið almennur siður alt fram á vora daga, að
beita geldneytum og jafnvel líka kúm.
1) Rit þess íslenzka lœrdómslistafélags 6. bindi, bls. 88.
2) Árbækur Espólíns IX., 81., bls. 119., og IX., 66., bls. 85.,
og 80., bls. 10.