Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 135
BÚNAÐARRIT
131
yflr fullorðið fé. Svo er það til dæmis í Grindavík, að
enginn bóndi á hús yfir alt fé sitt. — Eg hefi nú óvíða
orðið var við jafn-slæma fjárhirðu sem þar, því fullorðið
fé er ekki hýst, ekki baðað, ekkert valið, sem heitið
getur, látið lifa og drepast afskiftalaust oft og tíðum.
Yeturinn 1911—’12 var fullorðnu fé smalað á þrettánda
í jólum, og síðan ekki fyr en í miðjum maí. Það gat
nú gengið nokkuð þá, af því veturinn var svo góður,
en stundum vill féð nú týna tölunni og farast i fönnum
þar í hraununum, þegar bylji gerir. Og eitthvað líkt
þessu mun víðar koma fyrir en j Grindavík. Efst á
Rangárvöllunum eru suinstaðar jötulaus hús, og fé gefið
á gadd. Marga bændur hefi eg hitt á svæðinu, er ekki
baða fé sitt.
TJmbætur.
Menn hafa tekið eftír því, að kindurnar gefa mis-
mikinn arð og eru misjafnlega hraustar, en það er
verkefni fjáreiganda, að gera alt féð sem líkast því bezta
og enn betra, gera sér góða grein fyrir, hvernig kostirnir
eru, sem féð á að hafa, og hvernig féð lítur út með
þeim. Við viijum allir eiga vænar, hraustar og eðiis-
góðar kindur, og þá þurfum við að velja féð þannig og
hirða, að þessir kostir séu sameinaðir og sem mest full-
komnaðir hjá hverri kind. Einnig ætti að vinna að því,
að fá féð með sameiginlegum lit og alt hyrnt. Rétt-
mætlega hefir verið vakið athygli á því, að gula fjár-
afbrigðið er hraustast og bezt til afurða, og því rétt að
rækta það, en smá-eyða úr hinum afbrigðunum. Að
vísu koma fyrir hvítar kindur, sem eru betri en gular,
og er þá rétt að nota þær, en vinna að því smátt og
smátt, að féð verði alt gult í andliti og á fótum, en
hvítt á ull. Þá er liturinn á lömbunum nýbornum
þannig, að fætur eru gulleitir, og þá oft gulur blettur
aftan á hálsinum. Ekki skyldi fóð vera gult á ullina.
Dökkleitt fó hafa menn auðvitað eftir því, hvað menn
9*