Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 67
BÚNAÐARRIT
63
gjöfinni, þegar skorturinn er fyrir dyrum, og þá er hætta
á, að fé megrist. Svona hefir þetta verið, og svona er
það. Og til að koma í veg fyrir að þetta eigi sér stað
með þær skepnur, sem á að selja, er ákveðið að gjald-
genga kýrin eigi að vera héraðsræk. Menn hafa þekt
dæmi þess, að svo var ekki, og viljað reyna að koma í
veg fyrir að þau undur héldist. Og 120 fellivetrar og
miklu fleiri ékhi-fellivetrar hafa sýnt oJclcur, að elclci eru
allar Jcýr JiéraðsrœJcar í faraógum. Og sama er um
aðrar sJcepnur, og þess vegna Jiefir þingið oJcJcar á sín-
um tíma samið horfellislögin. Og JcansJce þau geri nú
allar sJcepnur „JiéraðsræJcar at fardögum“ Jiér eftir.
Hingað til hafa þau eJcJci gert það, en lögJilýðni vex, og
batnandi er þjóð bezt að lifa.
Við sjáum þá af þessu, að sú kýr var kölluð gjald-
geng, sem mjólkaði káifsmála í mál (pott) um fardaga
(1100), eða 6 merkur þá er hún komst í mest eftir
burð og í gróanda á vorin (1693), var hyrnd (1100)
lastalaus, heilspen, með kálfi og svo feit að hún var
héraðsræk í fardögum. Hún átti að vera á aldrinum
3—8 vetra (10 um 1100) og 7—8 kvartil á hæð (1693).
Verðlag annara gripa var miðað við þessa kú, og
öðrum nautgripum var jafnað þannig móti meðalkú árið
11001) og 12902):
Þrjú naut veturgömul voru 1 kúgildi.
Tvö naut þrevetur voru 1 kúgildi.
Kýr geldmjólk og kvíga að fyrsta kálfi voru hvor
12 álnum verri en kýrin. Árið 1100 stendur „leigo
verri“, en kýrleigan var þá 12 álnir, en 1290 „tveim
aurum verri“, en eyririnn var þá 6 álnir.
Pjögra vetra uxi geltur eða graður var eitt kúgildi.
Geld kýr og uxi þrevetur var hvort um sig 3/4 úr
kúgildi um 1100, en a/8 um 1290.
1) Fornbréfasafn, I. bindi, bls. 165.
2) Fornbrófasafn, II. bindi, 77. br., bls. 162.