Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 175
BÚNAÐAREIT
169
unglingspilti, en þó gert ráð fyrir, að hann geti haldið
áfram með það, þó að hann fari að búa.
Þetta form er að vísu brúklegt fyrir piltinn, þótt
mjög erfltt sé, þar sem halda verður marga reikninga
og skrifa öll viðskifti þegar þau fara fram, bæði sem
tekjur og gjöld, sitt á hveijum stað. En fyrir atvinnu-
rekstur, er líkist landbúnaði, er formið óbrúklegt af
áðurgreindum orsökum, óvissu upphæðanna.
Hvernig mundi t. d. hægt að gera nákvæman reikning
yfir tekjur og gjöld sauðfjárins. Tekjurnar eru: ull,
mjólk, lömb, frálag eða söluverð, tað, og verðhækkun
(framför), þegar hún er. En gjöldin eru: hagi, hey, hús,
hirðing, gjöld til allra stétta, vextir af fjárverðinu og
verðlækkun (apturför), þegar hún er.
Flest af þessu eru óvissar upphæðir, sem ekki finn-
ast öðruvisi en með ágizkunum.
Vinnan t. d., sem gerð er í félagi af heimilisfólki,
er óviss að tíma og verði, við hverja grein búsins. Þó
að reynt væri að telja tímann, sem varla tækist vel, þá
yrði þó að ætlast á með verðið eftir ágizkun. Allur sá
vinnureikningur á sveitabúum yrði mikið og gagnslítið
verk, því að verkefnið er reykur.
Likt þessu mætti segja um fleira í reikningi sauð-
fjárins, svo sem um hagann, heyin, húsin, brúkun hesta
og áhalda, sveitarútsvar o. fl. o. fl.
Enn torveldara væri þó að reikna þetta út nógu
nákvæmlega, þegar gera skal reikning yfir hverja tegund
sauðfjárins fyrir sig, að eg ekki tali um reikning yfir
hverja sauðkind út af fyrir sig.
Svipað þessu má segja um fleiri atvinnugreinar
sveitabúanna, svo að aðalreikningur, sem bygður er á
smáreikningunum, hiyti að verða mjög óáreiðanlegur.
Ekkert brúklegt reikningsform fyrir bú mitt gat eg
fundið, lyr en mér kom til hugar að greina peningana,
eða það, sem gengur til viðskiftasjóðs, vel frá öðru, og
halda þannig viðskiftareikningnum algerlega sérskildum,