Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 132
128
BÚNAÐARRIT
Kjósarsýslu, Borgarfirði og Árnessýslu. í Árnessýslu
kaupa menn mest hrúta úr Borgarfirði og Húnavatns-
sýsiu, í Rangárvaila8ýslu kaupa menn aðallega hrúta úr
Árnessýslu. Skaftfellingar hafa minst gert að hrútakaúp-
um lengra að, en helzt sá eg þar aðkeypta hrúta úr
Borgarflrði. Annars kaupa vestari sýslurnar töluvert af
hrútum úr Skaftafellssýslu. Misjafnlega reynast þessi
hrútakaup, en þó kváðust margir hafa bætt fé sitt með
aðkeyptum hrútum, einkum úr Borgarfirði og Húna-
vatnssýslu. Árnesingar hafa og keypt nokkuð af hrútum
úr Þingeyjarsýslu; kváðust sumir hafa bætt með þeim,
en nokkrir töldu þá, og það sem út af þeim kæmi,
fremur fíngert.
Aðallega miða menn við stærð, er þeir velja féð til
lífs, en gera sér siður grein fyrir vaxtarlagi og útliti;
eru yfirleitt ekki nógu ákveðnir í því, hvernig féð á að
vera, og ekki nógu glöggir að þekkja einkenni, sem féð
hefir og á að hafa. Auðvitað hafa menn meira og minna
vit á einkennum og eiginleikum fjárins, en það vantar,
að menn hafi safnað þeim réttu saman — hjá einni
kind — og þá öllu fénu — og orðið sammála.
Menn gera mjög lítið að þvi, að velja vissar kindur
til undaneldis. Nær alstaðar hafa menn hrúta með ám
um fengitímann og þá reglulaust. Víðast er fært frá, og
þá lömbin sett á, og valdar lífkindurnar úr veturgamla
fénu. Flestir munu nú reyna að velja sjálegustu kind-
urnar til lifs, en sumir gera það reglulaust, og t. d.
þeir, sem farga dilkum, gera það fleiri af handahófi, og
sum haustin farga þeir öllum dilkunum. Má þá nærri
geta, hvernig valið og viðhaldið verður á fénu. Sumir
láta ærnar verða of gamlar, en mjög fáir láta gimbrar
vera með lömbum, þó það sé til. Sumir brúka lamb-
hrúta, einkum í Gullbringusýslu, en mest eru hrútarnir
notaðir á 2. og 3. vetri, og svo á 4. vetri, og þá oftast
drepnir. Margir hafa ótrú á að nota hrútinn lengur en
2 ár. Halda að hann verði þá of skyldur.