Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 260
254
BÚNAÐAERIT
heyjum. Þess vegna var það, að eg taldi fyrst ekki far-
andi fram á meiri styrk af almannafé, en sem svaraði
helmingnum af kostnaðinum við heyásetningseftirlit,
fóðurforðabúr og harðindasjóð (bjargráðasjóð). En nú
held eg því fram, að að minsta kosti tveir þriðju partar
af öllum kostnaði við forðagæzlu, fóðurforðabúr og bjarg-
ráðasjóð eigi að greiðast af almannafé.
Eftir því sem eg hefi hugsað meira um þetta mál,
eftir því heíi eg séð það betur, hve miklar freistingar
góðu vetrarnir leggja fyrir bændur, hve mjög þeir tæla
bændurna til að setja illa á, og hve mikla sjálfsafneitun
þarf til þess, að setja ávalt svo gætilega á, að mikil hey
fyrnist í góðum árum. Og eg hefi líJca sannfœrst enn
betur um það, að engin t'ók éru á því, að homa í veg
fyrir fjárfelli og hallæri, nema með því móti, að hey-
ásetningurinn hatni stórkostlega — batni svo mikið, að
bændur þoli yfirleitt verstu eins árs harðindi, án þess
að taka til fóðurforðabúra til muna — að bændur setji
alment svo vel á á hverju hausti, að þeir fyrni mikið,
ef vetur verður ekki harður, og fyrni því meira, sem
veturinn verður betri, og safni svo fyrningum, ef fleiri
góð ár fylgjast að.
En það tjáir ekki annað en kannast við það, að
allmikill kostnaður liggur í því fyrir bændur, að fyrna
hey ár frá ári, til þess að vera ávalt viðbúinn til að
taka á móti verstu harðindum. Bændur sjá það líka
sjálfir og setja það fyrir sig. Sá kostnaður er svo
mikill, að Íand8stjórnin ætti að J>akka fyrir, ef
bændur fást til að leggja hann fram, og vera fús
til ]>ess að leggja fram af almannafé meiri part-
inn af öllum öðrum kostnaði við iiallærisvarnirnar.
Pessi kostnaður er líka tiltölulega miklu minni
en heyfyrningakostnaðurinn, og um leið ekki
nærri jþví eins ]>ýðingarmikill til J>ess að verjast
hallæri.
Margir bændur ímynda sér, því miður, að það sé