Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 82
78
BÚNAÐaRRIT
frumum júfursins, eru eins og verlcsmiðjustjórn, frum-
urnar sjálfar verksmiðjan, en nœringarefnin efnið, sem
úr er unnið. Og efnið, sem unnið er, er mjóllcin.
Alt það, sem hefir áhrif á þetta þrent, hefir áhrif
á mjólkurmyndunina; er það margt, og skal nú nokkuð
af því athugað.
Þeim mun betUr sem skepnunum liður, þeim mun
betur . stjórna stjórnendurnir. Þess vegna mjólka kýr
betur, ef þær eiga að búa við gott atlæti en annars,
Heyrt hefi eg menn undrast það, að kýr mjólka yfirleitt
betur, þegar húsmóðirin hirðir þær sjálf, en þegar aðrir
gera það. En þetta er eðlilegt, er litið er á það fiú
þessu sjónarmiði. „Sjálfs er höndín hollust", og hús-
móðirin sýnir þeim meiri natni.
Þess vegna verið nœrgœtnir og umhyggjusamir við
kýrnar.
Af sömu ástæðu er það, þegar kýr ekki selja.
Stjórnendurnir eru þá ekki búnir að setja verksmiðjuna
í gang, og því myndast engin mjólk meðan verið er að
mjólka. Vanalega kemur þetta af þvi, að kúnni líður
ekki vel. Ef tii vill eru notuð ný handtök við mjalt-
irnar, sem kýrin ekki er vön og feilur illa, eða þá að
kýrin hefir hugann á öðru; stjórnendurnir eru þá að
stjórna öðrum verksmiðjuxn og hugsa því ekki um þessa.
En hver sem ástæðan er, þá er ráð að tala hiýlega til
kýrinnar, vera góður við hana og nudda laust á henni
júfrið, svo að athygli hennar vekjist á því, sem verið er
að gera, og hún komist í gott skap.
Einstaka eiturefni verka á júfurfrumurnar og knýja
þær til að mynda meiri mjólk en annars. Um þau öll
má segja það, að þau eru eitur fyrir skepnuna alla, og
veikja iífsþrótt hennar, og þau fóðurefni, sem þau
eru í, eiga því ekki að notast til fóðurs. Hér á landi
hafa þau ekki heldur verið notuð, en með aukinni notkun
fóðurbætis er hætt við að sum þeirra (kakaókökur t. d.)
fari að flytjast, og þurfa menn þá að vara sig á þeim.