Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 69
BÚNAÐARRIT
65
Kýrleigan hækkaði þó aftur, og í Búalögum er hún
sögð 20 álnir1). (Um landaura í fornöld sjá Tímarit
hins íslenzka Bókmentafélags, 25. ár, bls. 1—27, og
Skírni LXXXIV. ár, bls. 1—19).
Um gæði kúnna er ilt að segja nokkuð ákveðið, en
nokkuð má þó sjá af því sem áður er sagt.
Meðalkýrin átti að mjólka kálfsmála i mál um far-
daga. Með kálfsmála er að sjálfsögðu átt við það, að
hún mjólki nóg handa kálfinum. En hvað þeir svo hafi
kallað nóg handa kálfinum, er verra að vita. Sennilegt
er, að það hafi verið um pott eða 2 merkur. Hafi svo
verið, þá hefði kýrin, ef hún hefði borið um nýár, átt
að komast í 6 merkur, eða jafnt því, sem sagt er áður
að meðalkýr eigi að komast í. Og með þeirri nyt
mundi kýrin injólka um 1000 potta um árið.
Nokkrir mikilsmetnir menn hafa líka skýrt frá
reynslu sinni á kúnum, og vil eg nú minnast nokkurra
þeirra ummæla.
En fyrst vil eg þó nefna 3 dóma, er fallið hafa um
það, hversu mikinn arð beri að borga eftir kúgildi, er
haldið var í leyfisleysi.
Ólafur Hólabiskup Rögnvaldsson dæmdi 1473 ásamt
öðrum, er að dómi sátu með honum2 3), að landseti Hóla-
staðar, Þórarinn Þórarinsson, skyldi borga 4 fjórðunga
af smjöri, 1 tunnu af skyri og 1 af sýru eftir hvert kú-
gildi. Þetta kallar hann 2/g af kýrarðinum, því ætlar
hann Þórarni fyrir fyrirhöfn.
1544 dæmdi Jón Jónsson bóndi á Heggsstöðum og
6 bændur með honum, að lagaávöxtur eftir kúgildið
væri 5 fjórðungar smjörs og 2/3 af skyrtunnu, og þetta
bæri að borga, þegar kúgildum væri haldið í leyfis-
leysi.3) 1573 dæmdi Finnbogi Jónsson lögmaður, að
Jagaávöxtur eftir kúgildið væri 5 fjórðungar af smjöri
1) Búalög, bls. 24.
2) Búalög, bls. 31—32.
3) Lærdómslistafélagsrit VI. bindi, bls. 71.—81.
5