Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 274
268
BÚNAÐARRIT
reyna hana ekki, þá þykist eg sannfærður um, að sú
vantrú og það mistraust hverfur fyr eða síðar, ef forða-
gæzlumönnum tekst vel með að sýna, að þeir sé starfinu
vaxnir. Það er því mikilsvert, að valið á mönnunum
takist vel. Það er því óskandi, að sveitarstjórnir sleppi
þeirri heimild, sem lögin gefa þeim óbeinlínis til þess að
halda undirboðsþing á þessu þýðingarmikla og vandasama
verki, þeim hörmulega hortitt, sem neðri deild rak inn
í lögin. 2 krónur eru nægilega skornar við neglur, þó
ekki sé boðin enn meiri smánarborgun fyrir jafn-erfitt
og vandasamt verk.
„Varðar mest til allra orða, að undirstaðan rétt sé
fundin". Þess vegna er það undirstaða þess, að forða-
matið geti verið ábyggilegt, sem eg ætla að byrja á.
1. Heystœöurnar. Þær verða að vera rétt mældar
og metnar eftir lögun og heymagni því, er í þær kemst.
Hlöður eiga ekki saman nema nafnið. Breiðar og háar
hlöður rúma meira fóður en mjóar og lágar, þó að rúm-
málið sé hið sama. Þvi hærri og breiðari sem hlaðan
er, því íastara verður heyið og vanaiega þvi rekjuminna
og betur orðið. Sama gildir um garðhey, en breidd á
þeim verður að jafnaði að vera takmörkuð, um stika,
og hæðin getur heldur aldrei verið eins misjöfn sem í
hlöðum. En svo er óþægilegt að mæla heystæður, sem
fullar eru af heyi. Þess vegna tel eg réttast fyrir forða-
gæzlumenn að mæla eða iáta mæla allar heystæður
hreppsbúa að vorinu, og skrifa þær í skrá eitt skifti
fyrir öll, er geymist í forðagæzlubók hreppsins og athug-
ist árlega og breytist eftir því sem heystæður breytast,
fjölga eður fækka.
Menn kunna að segja, að þetta sé aukafyrirhöfn,
sem líka þyrfti að borga, en það tel eg ekki. Skoðunin
að haustinu verður að sama skapi auðveldari og fijótlegri,
sem þessu ómaki nemur. Og svo er ekki þörf á því,
að forðagæzlumenn takist ferð á hendur um allan hrepp-
inn í einu til þess að framkvæma þetta, heldur geta þeir