Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 117
BÚNAÐARRIT
113
Firðtilraunir með gulrófum og túrnips er verið að
gera þessi árin (sjá Búnaðarrit 23. ár, bls. 72 og 73).
Eins og alkunnugt er, er það arflnn, er mest dregur
til sin af ágóða garðanna, bæði kartöflu- og rófnagarða,
er þeir annars mundu gefa. Arflnn er erfiðasta illgresið
bér á landi, eins og viðar í norðlægum löndum. Það
er því full þörf á því, að beina huganum alvarlega að
því atriði, hvernig hægt só að komast á snið við hann
eða ráða niðurlögum hans.
Fyrir nokkrum árum komst frakkneskur maður að
því, að hægt væri að drepa ýmislegt illgresi með blá-
steimvatni. Síðan hefir það allmikið verið reynt, og
kemur að góðu liði á graslendi og á kornökrum og víðar,
aðallega gegn eins árs illgresisjurtum, en vandkvæði tölu-
verð eru á því að nota þessa efnablöndun þar sem rófur,
og kartöflur eru ræktaðar, því hún drepur þær jurtir
með illgresinu, ef lögurinn kemst á blöð þeirra að nokkr-
um verulegum mun. Annar erfiðleiki var við þetta
bundinn framan af, blásteinninn var of dýr. Siðar kom
það i ljós, að eins mátti nota járnvitriól, og það er
langtum ódýrara en hann.
í rigningatíðinni hér siðastliðið sumar var arfinn
ill-viðráðanlegur; fór eg því að reyna vitriól, og reyndist
mér svo, að það gæti komið að talsverðu liði, bæði við
rófur og kartöflur. Sé iögurinn notaður framan af sumri,
á meðan rófur og kartöflur eru smávaxnar, má með
lagi dreifa á arfann, án þess ræktuðu jurtirnar saki, ef
þær standa í beinum röðum.
Sæmilega þægileg verkfæri til þess að dreifa legin-
um með kosta 30—40 kr., það eru brúsar, sem bera
má á bakinu. Er lofti dælt inn í brúsana, þegar búið
er að láta í þá löginn; kemur svo lögurinn út úr dreif-
aranum í fínum úða.
Verð á járnvitrióli er í stórkaupum^'undir 10 au. kg.
Styrkleiki lagarins er hæfilegur 15—20°/o. Álitið er gott
að hafa 20 kg. járnvitriól í 80 lítra af vatni. Af þessum
8