Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 114
110
BÚNAÐARRIT
um bil helmingi gisnara en þar sem þeim er sáð ein-
vörðungu, 60—70 pd. af höfrum, sem skjólsáð á 1 dagsl.
eða sem næst 100 kg. á hektara.
Mér hefir ekki fundist neinn ávinningur af skjól-
sáði, þar sem jörð er hæfilega rök, og tel eg heldur
ekki, að það geri neinn skaða. Heyfallið verður meira
fyrsta sumarið, ef sáð hefir verið korni með grasfræinu,
og sá heyauki mun borga sáðkornið.
í þurrum jarðvegi mun heppilegra að hafa skjólsáð.
Mikils er um það vert, að sá grasfræinu sem allra
jafnast, til þess að skellur verði sem minstar.
Hversu vel sem sáð er, og þó alt gangi vel, þá má
altaf búast við, að skellur verði í sáðslétturnar árs-
gamlar og tveggja ára. Þetta getur einatt komið fyrir,
og er bætt úr því með því að sá í eyðurnar.
Fóðurrófur.
Það er. enginn efi á því, að hér sunnanlands getur
túrnips vaxið og náð góðum þroska. í undafarandi
skýrslum gróðrarstöðvarinnar hefir verið gelið um ýms
túrnipsafbrigði, sem reynd hafa verið. Siðastliðin 3 ár
hafa öll þau afbrigði verið ræktuð, er áður hafa reynst
þroskavænleg, og nokkrum nýjum verið bætt við. Af
þeim nýju hefir Öster Sundoin reynst bezt. Það hefir
náð álíka þroska og Grey stone og White globe. Öll
þessi þrjú afbrigði, er nú eru nefnd, eru hvít í
sárið, en eru að öðru leyti nokkuð ólík í ytra útliti.
Þótt ef til vill megi segja, að þessi afbrigði geymist
ekki vel langt fram á vetur, þá ættu allir rófnaræktar-
menn að hafa talsvert af þeim, einu þeirra, tveimur
eða öllum. Jafnframt þessum ætti að rækta bortfelskar
rófur og Dales hybrid. Fleiri þarf raunar ekki að nefna;
þessi, sem þegar eru nefnd, spretta svo vel. Það skyldi
þá helzt vera ástæða til að nefna næpnaafbrigðin tvö,
blánæpu og ameríska rauðnæpu. Þær ná venjulega