Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 134
130
BÚNAÐARRIT
af öllu heyi, setti á vetur 3 kýr, 7 hross, 50 lömb og
100 ær. Efst i þessari sveit er lítið um slægjur, og á-
setningin oft tæp, en þó er ekki svo lítið heymagn i
hreppnum. Grímur Thorarensen hreppstjóri sagði mér
og sýndi í skoðunarskýrslum hreppsins frá 1900, að ár-
legar heyfyrningar þar höfðu verið 3—7 þús. hestar. Nú
eru þar 42 búendur, og ef þeir hafa altaf verið jafn-
margir þennan tíma, þá eru fyrningarnar 71—166 hestar
á búanda. Eyjólfur hreppstjóri í Hvammi sagði mér,
að nóg hey væru til í hreppnum þar, þótt harðindi héld-
ust til sumarmála, en þeim yrði aldrei skift svo sem
þyrfti. í Gullbringusýslu er nú ekki að tala um hey-
birgðir, því þar er svo dauðans litið um slægjur, og
bændur kaupa þar árlega korn til fóðurs. Margt fleira
mætti hér segja um ásetninguna á þessu svæði. En
eftir þvi, sem eg hefl komist næst, virðist mór óhætt að
segja, að þrátt fyrir alt og alt fari hún þó heldur
batnandi.
Hvað viðkemur hirðingunni má óhætt fullyrða, að
altaf fjölgar þeim bændum, er gefa fé sínu sæmilega-
þó eru þeir ofmargir enn, er gefa fó sínu of naumt, og
til munu þeir, er 'gera fé sitt magurt árlega; því er ver
og miður. Yíða sá eg lömb of linfóðruð, og sumstaðar
sá eg veturgamalt fé illa haldið, þar sem það var látið
vera með fullorðnu. Þetta hvorttveggja sá eg hjá sumum,
er fóðra vilja sæmilega. Margir flaska á því, að taka
féð of seint til gjafar og hýsingar. Margir hirða ekki
nógu vel um að vökva fénu, og fleira mætti telja, er
bendir til að hirðing fjárins er of ónákvæm hjá mönnum.
Fjárhúsin eru nærri alstaðar til skaða rúmlítil, og
svo eru þau víða of dimm og loftvond. Allvíða sá eg,
að kindinni var ætlað 3/i □ al. rúm á gólfi, en þá liggur
fé oft fyrir opnu. Húsaskipunin er og víða slæm, húsin
lítil og á dreif um túnin, en það eru menn nú ögn að
lagfæra. Yíðast eru beitarhús. Jötur eru í flestum
húsum, en ekki garðar. Til oru þeir, er ekki hafa hús.