Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 68
64
BÚNAÐARRIT
Fimm vetra uxi var l1/^ úr kúgildi.
Sex vetra uxi var l2/3 úr kúgildi.
Sjö vetra uxi, eða sá er eldri var, var 2 kúgildi.
Arðuruxi (plóguxi, þ.e. uxi sem tamirm var tíl dráttar)
•var í bæði skiftin metfé. 12 marka kýrin var líka kölluð
metfé (sbr. áður).
Þetta sýnir okkur, að mikið þót.ti í það varið, að
uxinn væri vel taminn til dráttar og sterkur. Þann uxa
var ekki hægt að meta til fjár alment, heldur varð þar
að komast að samkomulag, og seljandi og kaupandi
höfðu ekkert til að miða verðið við.
Svo varð og síðar um 12 marka kúna. Hún hefir
verið sjaldgæf, og menn hafa fundið að hún var fóþúfa.
Okkur mundi þykja geldneytaverðið hátt, og flestir
bændur hygg eg að mundu heldur æskja eftir kú í íjósið
sitt en 4 vetra uxa, og heldur 2 kúm en nauti sjö vetra.
En tímarnir breytast og mennirnir með. Þegar þetta
verð var á nautgripunum, var öllu beitt, og þá var bezt
að eiga þær skepnur, *er bezt björguðu sér. Nú er öllu
geflð, og nú er bezt að eiga þær skepnur, er bezt borga
vetrarfóðrið (og sumarfóðrið). Þá var alt kreist, fram að
vetrinum, til þess að geta haft margt á sumrin og notað
gróðurinn; nú er öllu gefið, svo það geri gagn alt árið.
'Þess vegna voru geldneytin svona góð; þau voru létt á
fóðrum, þoldu vel beit, fltnuðu vel og gáfu áburð, sem
hægt var að nota til að rækta grænu blettina kringum
bæina.
Ársleiga eftir kúna var um 1100 12 álnir, eins og
áður er sagt. En um 1200 lækkaði hún niður í 9 álnir
í hönd, en 10 á frest og leigu1). Þá var líka talið rétt
að fóðra vetrung eftir kúna, eða vetrungseldið var reiknað
á 9 álnir.
Þetta gefur okkur nokkra hugmynd um álit manna
á kýrverðinu og vetrungsfóðrinu í þá daga, og lýsir þá
um leið nokkuð meðferðinni.
Fornbréfasafn, I. bindi, bls. 315.