Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 64
60
BÚNAÐARRIT
gjaldeyri, þegar hún er 10 vetra, en 1280 og úr því
8 vetra.
Með þeirri meðferð, sem nú er á kúm, er óhætt að'
fullyrða, að þær endast iengur, þ. e. a. s. að þær eru
hámjóikar lengur, og í nythæðinni sézt ekki afturför svo
snemma. Á þetta benda iika ótvírætt skýrslur naut-
gripafélaganna, en í þeim eru margar nythæstu kýrnar
eldri, og allar þær 4 kýr, sem nythæstar voru árin
1906—’IO, voru eldri en 8 vetra. Það virðist því svo
sem endingin hafi verið betri um 1100 en síðar varð,
en sé aftur betri nú en hún hafi verið, en þetta bendir
aftur á betri meðíerð um 1100, og aftur nú, en hinn
tímann.
Annað gat líka ráðið nokkru um hámark aldursins
á meðaikúm, en það var beitin. Allar skepnur hafa
bezt beitarþol fyrst eftir að þær eru fullþroskaðar, og
beitarþolið lætur sig vanalega fyrst. Það hefir því getað
verið orsök þess, að fornmenn vildu ekki að kýrin yrði
gömul, að þeir beittu þeim; en beit á kúm er ekki góð
meðferð og má því heimfæra undir það, sem að ofan
er sagt.
Fyrst er tekið fram, að kýrin megi ekki vera yngri
en þrevetur. Þetta er nokkuð það sama og sagt er á
hinum stöðunum báðum, að hún sé að öðrum kálfi. Þó
er það ekki alveg. Það kemur sem sé þráfalt fyrir, að
kýr eru ekki 2 ára, er þær eiga fyrsta kálf, og þess
vegna ekki 3 vetra, er þær eru að öðrum kálfi. En þær
eiga helzt að vera það, og þess vegna var 3 ára ákvæðið'
gott. Eg býst við að allir viti, að það kippir úr vexti
og þrifum kýrinnar, að fá ofsnemma kálf, því reynslan
hlýtur að vera búin að margsýna mönnum það. Þó er
það algengt, að kýr beri fyr en þær eru 2 vetra, og í
skýrslum sumra nautgripafélaganna kveður svo mikið að
því, að á öðrum hvorum bæ eru mjólkandi kýr
1—2 vetra.
Orsökin til þess, að kýr fá svo ungar, er víst sjaldnast