Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 73
BÚNAÐARRIT
69
tvær aðrar. Góðar kýr segir Skúli að séu til um ait
land, en fáar.
SJcidi fógeti telur meðalársnyt 1642 potta eða
kilógr.
í Viðey var reynsla Skúla sú, að hann fengi til
jafnaðar smjörpundið úr hverjum 33,7 mjólkurpundum,
en á Mosfelli í Mosfellssveit segir hann að það fáist úr
30 mjólkurpundum.
Úr meðalkýrnytinni fær Skúli því 103 pd. af smjöri
eða 52 (52kílógr.
Árið 1785 lét síra Jón Ormsson, prestur í Sauð-
lauksdal, mjólka 4 kýr, sem hann hafði í fjósi, og
strokka úr dagsmjólkinni. Reyndist honum svo í meðal-
tal af tveim tilraunum, að hann fengi smjörpundið úr
31,3 pd. af mjólk.1)
Finnur biskup Jónsson2) telur þá kú stritlu, er
mjólki 1216 merkur (608 kg.) um árið, þá meðalkú, er
komist í 8 merknr og mjólki 2334 merkur eða 1167
kíló, og hina sæmilega og gjaldgenga (sbr. áður), er
komist i 6 merkur og mjólki 1751 mörk um árið.
Hans meðalkýr Jcemst því í 8 merkur (pd.) og
mjóllcar 1167 Jcg. um árið.
Eggert Ólafsson3) segir þá kú góða, er mjólki 6—10
potta í bæði mál. í Gullbringu og Kjósar sýslu segir
hann slæmar kýr, og mjólki þær sjaldan yfir 2—4 potta
í bæði mál fyrst eftir burð, þó að þeim sé vel geflð.
Sumstaðar segir hann að kúm séu gefin bein (á Vest-
fjörðum), og mjólki þær þá betur, en ekki eins góða
mjólk(?). Norðlenzku kýrnar og austlenzku segir hann
beztar, sérstaklega í Þingeyjar og Múla sýslum.
Eggert segir, að fólk hugsi ekkert um kynbætur
og taki hvorki tillit til stærðar, lits né sköpulags, þegar
naut eru alin til undaneldis.
1) LærdómslistafélagBritin VI. bindi, bis. 72.
2) Búalög bls. 28.
3) Ferðasaga E. Ó. og B. P., bls. 15., 189., 427., 523. og 977.