Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 137
BÚNAÐARKIT
133
rauna eftir því, að mjög miklu skiftir að kindurnar séu
góðar, þótt þær séu þá ekki eins margar. Það bætir
lika ásetninguna.
Það er hægast að hafa eftirlit með valinu þannig, '
að hafa altaf ákveðnar og vissar kindur til að láta lifa
út af. Ætti að vera nóg að hafa 40°/o af ánum til að
velja undan. Velja þá í þann flokkinn 3—7 vetra gamlar
ær — þær beztu. — Undan tvævetlum koma minni
lömb, og sjaldan er ærin hæf til undaneldis eftir að hún
er 7 ára. Hrúta verður að velja handa þessum ám
2—6 vetra gamla, velja þá auðvitað sem bezta og sem
líkasta ánum.
Þetta er skiljanlega leiðin til að bæta féð og halda
því vel við, að velja saman beztu ær og beztu hrúta,
en líflömbin þar út af. Sjálfsagt er að leiða hrútana
handa þessum ám, og helzt alla hrúta. Allra verst er
að hafa hrúta á 2. vetri í ám um fengitímann. Þeir
verða horaðir og verða þá aldrei eins holdgóðir eða
þolnir. Það kippir úr vexti þeirra, og kemur ekki eins
gott út af þeim, eins og annars. Altaf ættu menn að
reyna að ala upp góða hrú'ta, og velja vissar ær fyrir
hrútarnæður. Það eru margir, er hugsa lítið um það,
og skemma fyrir sér góð hrútaefni þess vegna, og kaupa
oft að verri hrúta. Þetta kemur bæði af því, að-menn
hafa tröllatrú á að fá kindur lengra að, og að menn eru
ekki allir jafn-glöggir að velja, og svo eru menn hræddir
við að nota skylda hrúta, sem er nú að vísu rétt, sé
hrúturinn slæmur; en sé hann góður og reynist vel,
er óhætt að brúka hann, þótt hann sé skyldur. Það
getur oft reynst vel, að kaupa hrúta að, og þótt það sé
nokkuð langt að; en það reynist lika oít miður, og þá
mest fyrir það, að þeir, er selja og velja, vanda sig ekki
nóg og vita ekki nóg. Ærbók verður að hafa íyrir
Þennan flokk og merkja gimbrarlömbin að vorinu, og þá
líka þau hrútlömb, sem hugsanlegt væri að yrðu not-
andi til undaneldis. Rétt er að láta hrútamæður ganga