Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 62
58
BÚNAÐARRIT
að hafa svo margar kýr. Haustbeit og vorbeit var
betri heima, og sumarhagarnir betri í seijunum, og svo
óx útheysfallið, því að minna beizt, eins og áður er
nefnt.
Að fornu var kýrin höfð sem eining fyrir verðgildi,
og verð annars miðað við hana. Frá þessu stafa kú-
gildin, sem enn eru notuð illu heilii.
Kýrnar, sem lagðar voru til grundvallar fyrir kú-
gildunum, voru meðalkýr, og þær voru þannig á ýmsum
•tímum:
TJm 1100 var samþykt á alþingi fjárlag. Þar segir
svo um það, hvernig kýr þurfi að vera til að vera gjald-
geng eða 1 kúgildi:
„Þetta er enn fiarlag.
At hýr þrevetr eða éldri, X vetra eða yngri, lcalf-
bœr ok miólk, liyrnd ok lastalaus, eigi verri en meðál-
naut, heraðrœk at fardögum, ok mjólki kálfsmála, sú er
gjaldgeng“ ?)
Ár 1280 er alþingissamþykt um þetta sama svo-
hijóðandi.1 2 3)
„ Kýr átta vetra ok eigi yngri en at óðrum kálfi,
heil olc heilspenuð, ok hafi kelft um vetrimi eftir Páls
messu, eigi verri en meðálkýr, héraðrœk at fardógum“.
Arið 1693, 24. ágúst, segja báðir lögmennirnir
amtmanni Múller8):
„Að eftir þeirri landsvenju, sem þá sé, skuli gild
hundraðskýr vera eigi eldri en 8 vetra, eigi yngri en
að öðrum kálfi, heil, heilspenuð og eiga að hera einhvern
tíma á vetri. Eigi minni en 7 til 8 kvartil á lierða-
kamb, nema hún hafi þau gœði að nyt, sem vöxtinn
hœti. Svo feit, að hún þoili að vera úti i frostlausum
hríðviðrum um fardagá'.
1) í'ornbréfasafn. I. bindi, 23. br., bls. 165.
2) Fornbréfasafn. II. bindi, 76. br., bls. 169.
3) Hér eftir Atla, bls. 123.