Búnaðarrit - 01.01.1914, Blaðsíða 258
252
BÚNAÐARRIT
Fóðurforðabúrin eiga að vera til þess að hjálpa
einstökum mönnum, sem af ýmsum ástæðum lcunna að
Jcomast í heyþrot, þó að álmenningur sé vel birgur.
Meira geta ]>au ekki gert, og meira má ekki ætla
]>cim.
Og bjargráðasjóðurinn á — hvað landbúnaðar-
sveitirnar snertir — að vera að eins til hjálpar í
langvinnum harðindum, sem standa 2 ár eða lengur.
Helzt ætti ekki að vera leyfllegt að taka neitt af sjóðn-
um eða vöxtum hans um nokkur ár, og eftir það að
leyft væri að taka til hans ætti þó ekki að mega taka
annað en vexti og árstillög í bili, þar til að sjóðurinn
hefði náð einhverri álitlegri upphæð.
Almenn samtök bænda um gætilegan heyásetning
og heyásetningseftirlit — forðagæzla — á að koma því
lagi á, að heyfyrningar safnist. En til þess að forða-
gæzlan geri þetta, þarf að búa betur um hnútana en
gert er í lögunum frá síðasta þingi. Menn verða að gæta
þess, að það er talsverður kostnaður, sem bændur leggja
á sig, ef þeir taka það fyrir alment, að safna heyfyrning-
um í öllum góðum árum. Bændur missa vexti af þeim
peningum, sem kostað er til að afla heyjanna, sem fyrn-
ast, og heyin rýrna við geymsluna.
Ef bœndur fengjust til að safna alment heyfyrn-
ingum i góðum árum, mœtti elclci œtla sveitarsjóðunum
að borga meira en þriðjunginn af öllum kostnaði við
heyásetningseftirlit, fóðurforðábúr og bjargráðasjbð.
Eg geri ráð fyrir því, að menn komist smám saman
á þá skoðun, aft það sá aft spara eyrinn og fleygja
krónunni, að skera við neglur sér tillag landssjóðs
til hallærisvarnanna. Menn munu sannfærast um
það, að aðalatriðið í þessu máli er það, að gera haliæris-
varnirnar svo traustar, að tilganginum verði náð, hvað
svo sem það kostar. Þáð er líka hægt að sanna, að
kostnaðurinn er ekki svo mikill, að hann sé ókljúfandi,
og að það er langsamlega tilvinnandi, að leggja hann