Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 15
BÚNAÐARRIT
XI
um að mynda sér skoðanir sjálfa, meir i'æra um að
rannsaka og dæma, og minna vera upp á það komna að
tiúa hverju sem þeim væri sagt að órannsölcuðu máli.
Halldór var góður söngmaður, og kenndi ætíð söng
sjálfur. Lagði hann mjög mikla rækt við söngkennsl-
una, enda voru oft að vorinu velæfðir söngflokltar á
Hvanneyri. Gerði söngkennslan sitt til að setja svip á
skólalífið og samstarfið.
Sem skólastjóri, var Halldór ekki minna vinsæll af
nemendum sínum á Hvanneyri en hann var sem kenn-
ari á Eiðum. Hann reyndi að vera þeim sem faðir,
lét sér mjög annt um þeirra hag, og hjálpaði þeim hve-
nær sem þeir þurftu á hjálp hans að halda. Alveg sér-
stök var hjálpsemi og velvild Halldórs til þeirra pilta,
sem hann fann hjá mikla atorku og dugnað eða
löngun tit sérstakra starfa. Hjálpaði hann þeim með
ráðum og oft lika með því að lána þeim fé eða út-
vega þeim styrki til frekara náms, eða þá til að koma
þeim á stað í nýjum störfum og framkvæmdum.
Það verður sjálfsagt erfitt fyrir sagnaritara síðari
tíma, að segja um það, hvern þátt búnaðar og bænda-
skólarnir hafi átt í þeim búnaðarframkvæmdum sem
orðið hafa síðan skólarnir tóku til starfa. Sumir vilja
gera lítið úr því. Ég er ekki einn þeirra. Eg hygg að
það verði aldrei fyllilega metið hver áhrif skólarnir
hafi haft að þessu leyti. Nemendur frá þeim fengu með
veru sinni í skólunum aðra og víðari útsýn yfir starf
og hlutverk bóndans í þjóðfélaginu, en þeir höfðu
áður, þeir fengu annan skilning á samstarfi bóndans
við náttúruna, og þeir urðu að minnsta kosti heyrn-
arbetri á nýjungar og umbætur sem síðar komu en
þeir hefðu ella verið. Ég hygg að þessi áhrif skól-
anna, séu svo mikils verð, að þau verði seinl full
þökkuð, og hér er það sem Halldór liefir unnið sitt
þarfasta verk fyrir þjóðfélagið. Hann undirbjó hugi
nemendanna, gerði þá framsæknari og skilningsbetri