Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 22
2
B Ú N A Ð A R R I T
Hin kosningin fór þannig, að kosningu hlutu:
Tryggvi Þórhallsson bankastjóri með 14 atkv.,
Bjarni Ásgeirsson alþm. með 14 atkv. og
Magnús Guðmundsson hæstaréttarmálaflutningsm.
með 8 atkvæðum.
Varamenn, í söinu röð, voru kosnir:
Svavar Guðmundsson, nú bankastjóri, með 7 atkv.,
Björn Konráðsson, bústjóri, með 12 atkv., og
Magnús bóndi Þorláksson, með 7 atkv.
Á fundi stjórnarinnar 18. apríl lá fyrir tilkynning
frá landbúnaðarráðherra um að staðfesting konungs
væri þá fengin á þeirri breytingu á jarðræktarlögun-
um, að fella niður rétt ráðherra til að skipa 2 menn i
stjórn félagsins. Þar með hafði þá Búnaðarþing fengið
óskoraðan rétt til stjórnarkosningar og þrímennings-
kosningin gengin í gildi. Voru þá hinir innsigluðu at-
kvæðaseðlar brenndir óskoðaðir.
Magnús Guðmundsson mætti á þessu.m fundi, en
gat þess, að sennilega mundi Magnús Þorláksson taka
sæti sitt í stjórninni hráðlega, enda varð það svo, að
M. Þ. tók til fulls sæti í stjórninni þegar á næsta fundi,
29. apríl. Með þessu var starfandi stjórn þá orðin skip-
uð sömu mönnum og áður og á fundi 30. júni 1935
skipti hún með sér verkum eins og verið hafði og fyr
er greint.
Endurskoðandi innan Búnaðarþings, Jakob H. Lín-
dal á Lækjamóti var endurkosinn til næstu 4 ára, með
10 atkv. og varamaður hans, Páll Stéfánsson, Ásólfs-
stöðum, var einnig endurkosinn til sama tíma, með 7
atkv. Endurskoðandi skipaður af atvinnumálaráðu-
neytinu er Jón Guðmundsson endurskoðandi, eins og
áður. Gjaldkeri félagsins, síðan 1. júli 1934 er Theodór
Arnhjörnsson ráðunautur.