Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 23
BÚNAÐARRIT
3
2. Fastir stari'smenn.
A fundi félagsstjórnar 31. desember 1934 var Sig-
urður Sigurðsson búnaðarmálastjóri leystur frá því
starli frá 1. janúar 1935 að telja, eftir eigin ósk, enda
eru honum veitt eftirlaun (kr. 4500) á fjárlögum fyrir
árið 1935. Jafnframt var undirritaður settur til þess
að gegna búnaðarmálastjórastarfinu einn fyrst um
sinn, með atkvæðum formanns og ritara. Hinsvegar
vildi Magnús Þorláksson skipa Árna G. Eylands í stöð-
una (en hann hafði ásamt fleirum sótt um stöðuna,
þegar stjórnarnefndin auglýsti hana til umsóknar á
miðju ári 1934).
Vegna skilyrða þeirra er sett voru í fjárlagafrum-
varpi fyrir árið 1935, í sambandi við fjárveitingu til
B. í. — og félagsstjórn leit svo á, að stofnað gæti fjár-
veitingunni og ráðstöfunarrétti félagsins yí'ir henni i
nokkra tvisýnu — ákvað hún, á íundi 29. sept. 1934, að
senda þeim starfsmönnum, er samkvæmt erindisbréfi
hafa uppsagnarfrest bundinn við áramót, skilorðs-
hundið uppsagnarbréf. Einnig var þá öðrum föstum
starfsmönnum félagsins sent viðvörunarhréf um að
staða þeirra hjá lelaginu væri ótrygg, ef fjárveiting
hrygðist, eða Búnaðarþing vildi ekki ganga að þeim
skilyrðum, sem sett yrðu í sambandi við hana.
Allir þessir starfsmenn héldu þó áfram störfum sin-
um í þjónustu félagsins, og þegar fjárlög voru sam-
þykkt á Alþ. og landhúnaðarráðherra hafði samþykkt
fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 1935, eins og Bún-
aðarþing gekk frá henni, ákvað félagsst jórnin á fundi
27. maí að tilkynna j)eijn starfsmönnunum, er fengið
höfðu skilorðshundna uppsögn, samkvæmt framan-
sögðu, að hún væri ]>á hurtu fallin og liti stjórnin svo
a, að þéir væru aftur fastráðnir starfsmenn félagsins
með sömu kjörum og áður. Varð því eigi önnur breyt-
mg a starfsmannahaldi félagsins en sú, sem j)egar er