Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 31
B Ú N A Ð A R R 11'
11
„Starfssamningur þessi er af beggja hálfu uppsegj-
anlegur með sex mánaða fyrirvara, bundið við ára-
mót og er undirritaður af stjórn Búnaðarfélags ís-
lands og búnaðarmálastjóra.
Þó áskilur stjórn Búnaðarfélags íslands sér að segja
samningnum upp fyrirvaralaust, ef út af ber um á-
kvæði Búnaðarþings, dags. 7. marz þ. á.“
Út af þessu áltvæði starfssamningsins lét ég bóka
í gerðabók félagsstjórnar á fundi 19. ág. 1935, um leið
og starfssamningur minn var undirritaður:
„Ég tel að Búnaðarþing hafi enga heimild til þess
að setja skilyrði um veitingu búnaðarmálastjórastarf-
ans, þar sem stjórn félagsins hefir samkvæmt 12. gr.
félagslaganna fullt vald til þess að ráða búnaðarmála-
stjóra, án íhlutunar Búnaðarþings.
Það skilyrði Búnaðarþings, að búnaðarmálastjóri
taki ekki opinberlega þátt í stjórnmálum er að mínu
áliti stjórnarskrárbrot. Þar sem B. í. verður að teljast
opinber stol’nun og starfsmenn þess opinberir starfs-
menn, eins og meðal annars sést á því, að þeir hafa
rétt til eftirlauna úr lífeyrissjóði á sama hátt og sýsl-
unarmenn ríkisins.
Þá er það og í alla staði óeðlilegt, að búnaðannála-
stjóra eínum, af öllum starfsmönnuin félagsins, séu
bönnuð afskipti af stjórnmálum.
Þótt því stjórn B. í. geti sagt mér fyrirvaralaust upp
starfi mínu, samkv. 13. gr. starfssamningsins, ef ég að
hennar dómi tek opinherlega þátt í stjórnmálum, vil
ég taka fram, að ég tel mig ekki bundinn af þessu á-
kvæði Búnaðarþings. — Undirskrift mína undir er-
indishréf það, sem stjórn fél. hel'ir sett mér, her því að
skoða með tillili til þessara hókunar."
Hér hafa verið birt þau atriði, er snerta ráðningu
niína hjá félaginu og standa í samhandi við ályktun
síðasta Búnaðarþings, um val búnaðarmálastjóra.