Búnaðarrit - 01.01.1937, Page 62
42
BÚNAÐARRIT
Eftir reynslunni hér þarf mikinn áburð til að smita
jörðina nægilega vel.
Kartöfluafbrigðatilraunum hefir verið haldið í horf-
inu. Bætast ný við árlega, en önnur heltast úr lestinni.
En ekki tel ég niig enn hafa orðið varan við afbrigði
sem eru betri en þau sem ég hefi um skeið haldið mjög
fram. Við Sunnlendingar megum aldrei gleyma að
spyrja hvernig afbrigðið reynist gagnvart kartöflu-
mylglunni, enda þótt sumar komi fyrir eins og hið
síðastliðna, að hennar verði ekki vart. Hún vofir alltaf
yfir kartöflugörðunum og grundvöllurinn til að berj-
ast gegn henni á, er: Afbrigðin sem veita henni mesta
mótstöðu. Hin afbrigðin, sem eru mjög móttækileg,
verða sjaldan varin með hinum kemisku ráðum, fyrir
mylglunni, við okkar veðurfar. Einmitt nú, þegar rækt-
un kartaflna er mjög að aukast í landinu, ríður á að
hafa hin hraustu góðu afbrigði, enda eiga þau líka
sinn mikla þátt í aukningunni.
Hvað gulrófnaafbrigðatilraunum viðvíkur, virðast
engin afbrigði standa hinum þremur viðurkenndu á
sporði, þeim íslenzku, rússnesku og gautarófunni.
Fræ af öðrum afhrigðum ætti ekki að vera neins-
staðar á hoðstólum, vegna trénunarhættu sem þeim
fylgir við okkar skilyrði, enda þótt þau reynist vel
i þeim löndum sem þau eru frá.
í Gróðrarstöðinni er jarðhiti í dálitlum hluta lands-
ins. Þar eru auðvitað hetri möguleikar til ræktunar
en á köldu landi og gel'ur það tilefni til athugunar í
sambandi við þroska jurtanna í „heitri“ og „kaldri"
jörð.
Allar þær jurtir sem geta náð þroska í kaldri jörð,
þroskast þarna mun fyrr og betur, við ylinn, og jafn-
vel má rækta þar tegundir matjurta og blóma sem
lítil eða engin tök myndu vera á að rækta í kaldri
jörð. Þar gefa til dæmis grænar ertur árvissa og góða
uppskeru, en þær eru vafasamar á kaldri jörð.